Skírnir - 01.01.1981, Page 131
SKÍRNIR
FRÁ UPPREISN TIL AFTURHALDS
129
skaut. Þegar faðirinn deyr, og allt sem hann lætur eftir sig eru
skuldir, ákveður sonurinn að selja jörðina og bústofninn og
flytja í kaupstaðinn. í rauninni býðst honum að fá stúlkuna
sem liann elskar og fjárhagslega möguleika til að halda búskapn-
um áfram, ef hann verði kyrr. Sterkara en allt sem bindur unga
manninn í sveitinni er örvænting hans er hann horfir yfir líf
föður síns, sem hann hefur verið tengdur mjög nánum böndum,
þótt þeir hafi ekki tjáð tilfinningar sínar með orðum. í bókinni
er mjög greinilega sýnt fram á efnahagslega og félagslega undir-
rót flutninganna en samt taka þeir á sig að nokkru leyti blæ
örlaga sem ekki þýðir að spyrna gegn. Með áhrifamiklum hætti
eru hér dregin fram annars vegar þau átök sem þarf til að slíta
sig lausan og hins vegar hver blekking felst í voninni um að hægt
sé að taka með sér eitthvað af því sem áður gaf lífinu gildi.
(Stúlkan lofar að koma með honum en hættir við.)
í þessum fyrri skáldsögum sínum einbeitir Indriði sér að því
að tjá sársauka þess sem verður að yfirgefa líf sem á sér ekki
lengur efnalegar forsendur. Býsna hlutlæg og umfram allt stutt-
araleg frásögn veldur því að engin lausn eða skýring kemur fram
á efnahagslegum og sálfræðilegum flækjum. í síðari skáldsögum
Indriða eru skilin séð úr meiri fjarlægð og þar er engin aðalper-
sóna, sem eðlilegt er að líta á sem fulltrúa höfundar að nokkru
marki, heldur eru þetta hópsögur sagðar með tiltölulega hlut-
lægri aðferð. Með þeirri yfirsýn yfir efnið, sem þessi aðferð veit-
ir, hlýtur að verða áleitnari krafa um einhvers konar túlkun
þess, eða möo. vaknar spurning um víðara samhengi þeirra
vandamála sem voru undirrót harmsögu Ragnars í 79 af stöð-
inni og Einars í Landi og sonum. Það kemur afar skýrt fram í
Landi og sonum að brottflutningur Einars er uppreisn gegn
óviðunandi ástandi þess samfélags þar sem hann hefur vaxið
upp. Hvernig er nú þessi uppreisn skilin í síðari skáldsögunum,
í ljósi hvaða heimsmyndar er horft á íslenskt samfélag fyrir og
eftir skilin?
Eðlilegt er að setja þetta í samhengi við félagslega afstöðu
hinna uppflosnuðu sveitamanna eftir að til borgarinnar er kom-
ið. Frá mínum sjónarhóli hefur verið um tvo meginvalkosti að
ræða: annars vegar að halda uppreisn gegn ranglátu þjóðfélagi
9