Skírnir - 01.01.1981, Page 133
SKÍRNIR FRÁ UPPREISN TIL AFTURHALDS 131
Svona eru nú einu sinni sumir gerðir, hvort sem samfélagið er
gott eða vont.
Það er athyglisvert og reyndar furðulegt að í þessari sögu, sem
kemur út aðeins fjórum árum eftir Land og syni og lýsir sama
samfélagi á nokkurn veginn sama tímaskeiði, bólar ekkert á þeirri
örvæntingu yfir lífskjörunum í sveitinni og framtíðarhorfum
búskaparins sem fyrri bókin er gegnsýrð af. Úr þessari paradís
fara menn ekki nema nauðugir.
Norðan við stríð gerist skömmu síðar en Þjófur í paradís, en
hérna megin við syndafallið. Hið illa, sem þar bregður fyrir í
svipsýn, hefur liér losnað úr læðingi og birst áþreifanlega sem
seinni lieimsstyrjöldin. Sögusviðið er bær á Norðurlandi, tíminn
fyrsta hernámsárið. Bretar setjast að með lið sitt í bænum, og
þar er auk þess dálítil sveit úr hinum útlæga norska flugher sem
í sjóflugvélum sínum flýgur eftirlitsflug með norður og austur-
strönd landsins. Þýskar herflugvélar fara yfir stöku sinnum og
ein af heimsóknum þeirra hefur afdrifarík áhrif á söguþráðinn.
Fyrir liernámið virðist bærinn vera indælt samfélag, en koma
fjölmennra hersveita og þarfir þeirra fyrir vinnuafl, vörur og
kynlíf koma róti á líf bæjarbúa. Mikilsvirtar dyggðir reynast hjá
mörgum standa ótraustum fótum. Karlar yfirgefa sín gömlu störf
við fiskveiðar og smábúskap og konur yfirgefa menn sína. Kyn-
lífsbindindi og tryggð við landbúnað og fiskveiðar eiga þó sína
fulltrúa meðal bæjarbúa, en reyndar fer það svo hörmulega að
það bitnar einmitt á þessum fulltrúum þegar stríðinu lýstur
óvænt niður í litla bænum snemma morguns.
Hér er einnig um hópsögu að ræða sem hefur enga ákveðna
aðalpersónu en athyglinni er beint til skiptis að nokkrum bæjar-
búum. Samanborið við fyrri söguna fær lesandi á tilfinninguna
að hann hafi fært sig drjúgan spöl frá paradís í átt til helvítis.
V
Þjófur í paradís hefst með lýsingu á brúðkaupi þar sem menn
kappræða um hvort paradís sé heldur á himni eða jörð. Bóndi
nokkur heldur því fram í deilu við prestinn að „Gott væri ef
kristindómurinn leyfði okkur að trúa því að paradís væri nú og
hér. Þá færi minna úrskeiðis með von um fyrirgefningu síðar.“