Skírnir - 01.01.1981, Side 137
SKÍRNIR FRÁ UPPREISN TIL AFTURHALDS 135
hans er skírlífi sem lýst er með stíl ástarsagna af hefðbundinni
tegund:
Ekki núna, biður hún, og vertu ekki reiður Per. Hann tekur fastar um
hana. Hver er reiður, hvíslar hann í myrkrinu og hættir að snerta nema var-
ir hennar. Hún hjúfrar sig í fangi hans. Ó, siðar, hugsar hún, ó, guð, láttu
okkur ekki þjást. Ó, ekki núna. Hún leggur varirnar aftur að eyra hans og
hvíslar: Þegar við erum gift. Púritani, hvíslar hann. Fallegi Púritaninn
minn. Þegar þetta djöfuls stríð er búið. Hún þrýstir vörum sínum þétt að
eyra hans. Ekki fyrr, hvíslar hún, Per, ekki fyrr? Hann rís upp við dogg
við hlið hennar. Ég vil ekki eiga á hættu að skilja eftir mig svona fallega
ekkju. (212)
Þessi varkárni Pers reyndist skynsamleg. Hann ferst í bardaga
við þýska flugvél nokkrum dögum seinna. Sama þýska flugvél
eyðileggur bát Nikulásar, hann særist og félagi hans, Jói tangó,
lætur lífið.
Skírlífi Lilju og Pers er andstæða við hátterni elskenda í
fyrri bókum Indriða. Þar kemur ekki fram sá greinarmunur
andlegrar og holdlegrar ástar sem hér er að finna. Þessi greinar-
munur kemur glögglega í Ijós þegar litið er á konur sögunnar
í heild. Lilja er gædd öllum jákvæðum eiginleikum, hún er ung
og fögur, þe. hefur hámarksaðdráttarafl fyrir hitt kynið, en hún
er jafnframt hreinlíf, hemur tilfinningar sínar svo að hún geti
gefist sigurvegara sínum á vald á félagslega viðurkenndan hátt,
í hjónabandi. Þannig birtist hún sem andstæða: 1) við Höllu
Falkon og Ulriku Schiiler sem hafa kynferðislegt aðdráttarafl
en skortir þann siðferðisstyrk sem þarf til að lifa því kynlausa
lífi sem aðstæðurnar hafa fært þeim (Höllu vegna getuleysis eig-
inmannsins og Ulriku vegna fjarveru hans); 2) við Manfreðs-
systur sem vissulega gæta dyggðar sinnar og eru stoltar af en
eru sýndar í skoplegu Ijósi þar sem þær eru hreint ekki eftir-
sóknarverðar fyrir karlmenn; 3) og loks við Imbu í Smiðjunni
sem er hin algera andstæða hennar. Hún er lauslætiskona sem
lýst er í afskræmdri mynd. Hún beitir öllum brögðum til að
nota kyn sitt sér til framdráttar (verða hermannskona) en skortir
bæði vit, hófstillingu og aðdráttarafl og hlotnast þvi meiri nið-
urlæging sem lengra líður á söguna.
Eins og skýrt hefur komið í ljós við þessa yfirferð mynda eig-