Skírnir - 01.01.1981, Page 138
136 VÉSTEINN ÓLASON SKIRNIR
inleikar kvenna einfalt kerfi sem ræður mati á þeim og er vita-
skuld þáttur í heimsmynd sögunnar.4
Heimur karla í Norðan við stríð er eins og fyrr hefur verið
getið flóknari en heimur kvenna. Karlmaður berst einn og bar-
átta hans snýst endanlega um völd: völd á hinu pólitíska, hern-
aðarlega, efnahagslega eða kynferðislega sviði. Dæmi um þann
sem tapar á tveimur aðalsviðum er Vopni skósmiður. Hann
tapar konu sinni og peningum og er ýtt til hliðar. Jón Falkon
tapar einnig á sviði kynferðismála, en reynir þó að bæta sér upp
tapið, og á sviði efnahagsmálanna stendur hann sig betur af því
að hann skilur reglur efnahagslífsins og valdataflsins. Sveitar-
foringinn sem nær í konu Jóns Falkons er ofjarl hans á sviði
kynferðismála, en vald sitt á öðrum sviðum hefur hann ekki
sem einstaklingur og við fáum ekkert að sjá hvernig hann dugir
á hernaðarsviðinu þótt hann virðist vissulega vera röggsamur
stjórnandi. Hann og valdið sem hann er fulltrúi fyrir er óumflýj-
anlegur veruleiki sem ekki verður gengið á svig við, nánast ör-
lög.
Ólíkir þessum mönnum nýja tímans eru fulltrúar þeirra
dyggða sem ríktu í eldra samfélagi, Nikulás og Jói tangó. Þeir
fást ekki til að taka þátt í kapphlaupinu um stríðsgróða heldur
halda áfram að sækja sjóinn. Þeir eru fulltrúar fyrir jákvætt
lífsafl, starf í náttúrunni, og í samræmi við það er kyngeta þeirra
óumdeilanleg. Kona Jóa tangó á von á sér og gefið er í skyn að
Nikulás hafi verið einn af „viðskiptavinum" Imbu í Smiðjunni,
en vitaskuld er það þáttur í niðurlægingu hennar þótt það sanni
ágæti hans. Þessir fulltrúar fornra dyggða verða síðan fórnar-
lömb stríðsins og er það vitanlega táknrænt því stríðið eyðilegg-
ur heim þeirra.
Hið æðsta gildi í heimi karlmannanna er þó hetjuskapur, og
hetjudauðinn er hið göfugasta hlutskipti. Hlutverk hetjunnar,
einstaklingsins sem sýnir hvað hann getur þegar mest á reynir,
leikur Norðmaðurinn Per Hiört. Hann sýnir karlmennsku sína
í bardaga við þýska flugvél og göfugmennsku sína í samskiptum
við Lilju Nikulásar. Hann lifir í heimi hinnar göfugu baráttu
og hinnar göfugu (andlegu) ástar. A hinum „óhreinu" sviðum
efnahagsmála og holdlegra ásta kemur hann ekki við sögu. Hér