Skírnir - 01.01.1981, Page 141
SKÍRNIR
I-RÁ UPPREISN TIL AFTURHALDS
139
VI
Er innra samræmi í lieimsmynd skáldsagnanna tveggja? Já
og nei. í sjálfu sér er ekki mótsagnir að finna milli heimsmynda
eða hugmyndafræði þessara tveggja verka, en hins vegar birta
þau bæði mótsagnakennda heimsmynd. Þau sýna reyndar mynd
af tveimur heimum. Annar einkennist af samkennd fólks og góð-
um vilja. Hið illa er í þessum heimi eitthvað afbrigðilegt og
sjúkt sem samfélagið getur ekki upprætt en yfirvöld hafa hemil
á. Þetta er sá heimur sem var, segja sögurnar, heimur sem aldrei
hefur verið til, segir lesandi sem horfir á hið gamla samfélag
með gagnrýni (í þeim hópi mætti vafalaust telja Einar Ólafsson
í Landi og sonum). Bæði sögur óg lesendur viðurkenna að hann
sé ekki til nú. Samfélagið sem við byggjum nú er, samkvæmt
Norðan við stríð, eins konar vígvöllur, þar sem einstaklingarnir
keppa um völd og efnalega og líkamlega fullnægju og þar sem
sá sterkasti sigrar. Mótsögnin felst í því að það eru ekki þeir
eiginleikar sem færa sigur í þessu stríði, sem mest eru metnir,
heldur dyggðir hins horfna samfélags: hófsemin, nægjusemin,
tryggðin við fortíðina, ásamt þeirri fórnarlund sem fær fegurst
laun í hetjudauða. Á þessari mótsögn er enga lausn að finna í
heimi skáldsagnanna þar sem vegurinn til baka er ófær eða eng-
inn til. Hún er grundvallarþáttur þessa heims í samræmi við
harmrænt eðli hans. Endalok alls eru ósigur liins góða.
Vilji maður leita að lausn á þessum mótsögnum þarf að stíga
út úr heimi skáldsagnanna og leita hennar í samfélagi samtímans
og stöðu höfundarins í þessu samfélagi og afstöðu hans til þess.
Það er eftirtektarvert einkenni á heimsmynd í þessum tveim-
ur sögum Indriða G. Þorsteinssonar að bæði hið illa og hreyfiafl
samfélagsins, fjármagnið, birtast sem utanaðkomandi ófélags-
legar stærðir. Þetta er alveg andstætt því sem er í Landi og son-
um þar sem bent er á félagslegar forsendur fyrir brottför Einars
úr sveitinni. Augljóst er að Indriði G. Þorsteinsson hefur aldrei
verið sósíalískur rithöfundur eða skrifað í anda þeirrar stefnu
sem stundum hefur verið kennd við sósíalískt raunsæi. En á milli
Lands og sona og Þjófs í paradís eru glögg skil á heimsmynd
sem eftir þessi skil sýnir öll merki afturhaldssamrar borgaralegr-