Skírnir - 01.01.1981, Síða 142
140
VÉSTEINN ÓLASON
SKÍRNIR
ar hugmyndafræði. Þótt skilin verði með skjótum hætti í verkum
Indriða falla þau í rauninni alveg saman við þá þróun sem
orðið hefur í islensku samfélagi eftirstríðsáranna og eru skiljan-
leg í sambandi við breytta þjóðfélagsstöðu hans sjálfs. Borgara-
legt samfélag hefur á sjöunda og áttunda áratug aldarinnar orðið
fastara í sessi. Fyrir mikinn fjölda fyrrverandi bænda og sveita-
öreiga eru flutningarnir úr sveitinni að hverfa inn í blámóðu
fortíðarinnar og ástæður þeirra, sem vitaskuld voru félagslegar,
mást út eða eru bældar í vitund manna.
Afstaðan breytist frá þeim uppreisnaranda, sem Land og synir
létu í Ijós, í draumkenndan söknuð og fegrun hins liðna í ætt
við það sem fram kemur í Þjófi í paradís. Myndin af hinu horfna
er þá orðin að nothæfum efnivið í þá afturhaldssömu hugmynda-
fræði sem einkennir Norðan við stríð, hugmyndafræði sem ýtir
undir það viðhorf að samfélagsþróunin mótist af óviðráðanleg-
um öflum og hefur til vegs ýmsar fornar dyggðir sem vitaskuld
voru hafðar í hávegum í sveitasamfélaginu og þjónuðu þá sem
nú hagsmunum ríkjandi stéttar: fórnarlund, hófsemi og bæling
eðlishvata. Samtímis eru byltingaröfl í þjóðfélaginu sýnd sem
tortryggileg og ill og nánast yppt öxlum gagnvart því siðlausa
athæfi sem felst í ófyrirleitni við þá iðju að ná sér í peninga.
Óumdeilanlega hafa listræn tök Indriða á skáldsöguforminu
eflst í þeim bókum sem hér eru einkum til umræðu, en frá mín-
um sjónarhóli séð hefur samfélagslýsing hans orðið fölsk og
mannskilningur að sama skapi einfaldaður og endanlega mark-
aður af mannfyrirlitningu, sem skýrast kemur fram í afstöðu til
kvenna, en tekur, þegar að er gáð, til karlkynsins í leiðinni.
1 Um ritferil Indriða G. Þorsteinssonar sjá Erlendur Jónsson: íslenzk skáld-
sagnaritun 1940—1970 (Reykjavík 1971), 77—90, og Njörður P. Njarðvík:
„Indriði G. Þorsteinsson", Skimir 1966, 36—51.
2 Eftir að samningu þessarar greinar var lokið birtist skáldsagan Unglings-
vetur (Reykjavík 1979). Þessi saga er bersýnilega að nokkru leyti gerð úr
sjálfsævisögulegu efni, eins og reyndar fleiri verk Indriða. Heimsmynd
þessarar sögu er naumast eins ljós og þeirra tveggja sem hér eru athug-
aðar, en hún virtist ekki gefa tilefni til endurskoðunar á neinu sem hér er
sagt.
s Með hvaða rökum er hægt að halda þvi fram að Indriði geri samfélagið