Skírnir - 01.01.1981, Page 145
SKÍRNIR
VEGNA MÁRÍUSÖGU
143
Fróðum mönnum um sögu „víkínga“-tímabils á Einglandi,
þarámeðal próf P.H. Sawyer, ber saman við íslenskar bækur
fornar um að Island hafi að verulegu leyti byggst af vestmönn-
um; en þetta fólk var kristið og mart af því læst á bækur þegar
það kom til íslands — þveröfugt við frumstæða bændur sem híng-
að rákust úr Noregi. Kanski var það þetta vestmannafólk sem
samþykti með lófataki á alþíngi við Öxará að heiðnir menn á ís-
landi skyldu verða kristnir uppúr þurru þar sem þeir stóðu á
Lögbergi einn vordag á því hentuga og velmeðfærilega ári í
sagnfræði, árinu þúsund.
Eitt er víst, áðuren við byrjuðum að semja íslendíngasögur
og safna eddufræðum og öðrum kellíngabókum í orðsins gullnu
merkíngu uppúr 1200 hafði hér staðið frjósamt bókmentaskeið
í lieila öld, svo á latínu sem móðurmálinu. Hér höfðu gervöll
landslög verið bókfest snemma á 12tu öld; og jafnvel á lltu öld
eru að minstakosti skráð tíundarlög Gissurar biskups. Þó hljóta
hómilíubækur og aðrar „þýðíngar helgar" að hafa verið enn eldri
á íslensku, amk nokkurnegin jafngamlar kristniboði í landinu,
því án slíkra handbóka er jafnógerlegt að smíða kirkjur einsog
að messa ellegar botna yfirleitt í nokkru sem í kirkju framfer.
Sama á við um kirkjutónlist, en án hennar hefði ekki verið hægt
að sýngja messu né halda uppi skyldugri tíðagerð. Svo vill til að
lifað hafa af fáein skinnblöð frá lltu öld með því tónletri,
„neumum“, sem fornmentamenn nútímans, aðrir en franskir
benediktsmúnkar, hafa ekki lagt útí að rannsaka svo mér sé
kunnugt. Séra Kolbeinn Þorleifsson er eini íslenski fræðimaður-
inn sem ég lief séð minnast á íslenskar neumur. Ýmsir klerkar
og skólamenn gerðust snemma latínuhöfundar, þar sem bók-
menníng barst okkur öll á því máli, svo latína má lreita grund-
völlur í mentun okkar enn í dag; og eins fyrir því þó nú vefjist
fyi'ir mönnum að beygja mensa.
Segja má að á þessu uppgosi bókmenta okkar liafi útlend-
íngar laungum haft daufan skilníng. Jafnvel þeim mönnum
sem síst skyldi gleymist stundum að 12ta öldin var á íslandi
lærð öld. Þannig hafa heilar aldir fornra bókmenta hér á landi
fallið í skugga hinnar 13du, og ekki notið athygli og skilníngs
sem vert væri hjá seinni tíma mönnum. Tímabil múnka vék