Skírnir - 01.01.1981, Page 149
JÓN HNEFILL AÐALSTEINSSON
Þjóðsaga og sögn
Þjóbsagan er alþjóðleg og ótímabundin. Viðfangsefni þeirra
sem við rannsókn hennar fást eru sviplík frá einu landi til ann-
ars. Fyrsta viðfangsefni þjóðsagnafræðingsins er gjarna að skil-
greina og afmarka liugtakið „þjóðsaga". Hefur það nokkuð vaf-
ist fyrir fræðimönnum og þau orð sem hin ýmsu tungumál eiga
yfir þjóðsögur eru mismunandi að blæbrigðum og flest óljóst
afmörkuð. Þannig segir Stitli Thompson: „í ensku máli hafa
menn ekki lagt sig eftir nákvæmum skilgreiningum í þessa veru.
Hugtakið „folktale“ hefur ætíð verið notað ónákvæmt um hin-
ar ýmsu greinar munnlegs frásagnarefnis.“ Stith Tliompson bæt-
ir því við, að þó sé víðast hvar gerður greinarmunur á því sem
liann nefnir „wonder tale“ eða „fairy tale“ annars vegar og
„legend“ hins vegar. Hið fyrrnefnda er sögur sem greina frá
hinum ótrúlegustu furðufyrirbærum, en liið síðarnefnda eru
sagnir sem skírskota til sögulegra staðreynda.1 Greinarmun
þann, er hér kemur fram, var þegar að finna hjá Jacob Grimrn,
er komst þannig að orði í Deutsche Sagen 1816: „Das Márchen
ist poetischer, die Sage historischer." Linda Dégh vitnar til þess-
ara orða í ritgerð um þjóðsögur frá 1972 og segir, að allt frá dög-
um Grimm-bræðra hafi þjóðsagnafræðingar gert greinarmun á
„magic tale (Márchen)" og „legend“. Linda Dégh segir ennfrem-
ur, að þjóðsagnarannsóknir hafi í meira en hundrað ár snúist
um rannsókn þjóðsögunnar (the Márchen), en vegna gerbreyttra
menningarhátta í kjölfar síðari heimsstyrjaldar verði þjóðsagna-
fræðingar nú að snúa sér að því að finna nákvæmari skilgrein-
ingar hinna ýmsu undirgreina þjóðsagnafræðinnar. Fullkomin
þjóðsagnafræðileg skilgreining þessa efnis, byggð á formi, efni og
hlutverki, sé þó tæpast framkvæmanleg.2 Lauri Honko setur
fram áþekk sjónarmið í ritgerð frá 1979, að flestar greinar þjóð-
sagnaefnis svo sem þjóðsögur, sagnir, goðsögur og kýmnisögur
hljóti ætíð að hafa óljós mörk sín á milli.3