Skírnir - 01.01.1981, Side 150
148
JÓN HNEFILL AÐALSTEINSSON
SKÍRNIR
Svipað verður upp á teningnum þegar hugað er að merkingu
orðsins „þjóðsaga" á íslensku. 1 formála að fyrsta bindi Þjóð-
sagnabókarinnar, er út kom árið 1971, segir Sigurður Nordal á
þessa leið m. a.: „í öðru lagi hef ég haft í huga, að skilgreining
þess, sem réttmætt sé að nefna „þjóðsögur", er hvergi nærri full-
skýr né óumdeikl.“4 Þessi staðhæfing hefur í engu misst gildi
sitt á þeim tíu árum sem liðin eru síðan hún var fram sett. Til
fróðleiks er rétt að víkja nánar að þessu efni og rekja í fáum
dráttum uppruna og sögu orðsins „þjóðsaga“.
Árið 1860 birti Jón Sigurðsson í Nýjum félagsritum ritfregn
um Islándische Volkssagen, sem Konrad Maurer hafði gefið út
fyrr á því ári.3 í ritfregn þessari kemur einu sinni fyrir orðið
„þjóðsaga", líkt og það orð hrjóti óvart úr penna Jóns, eins og
Sigurður Nordal kemst að orði.6 Þetta er í fyrsta sinn sem orðið
„þjóðsaga“ kemur fyrir á prenti. Það er þó aðeins eldra og hafði
kornið fyrir þegar árið 1859 í bréfi frá Jóni Árnasyni,7 sem notar
það einnig einu sinni í þjóðsagnaformála sínum, sem ritaður er
1861 og átti að birtast með þjóðsagnaútgáfu hans.8
Nokkuð mun hafa vafist fyrir Jóni Árnasyni hvaða nafn
skyldi haft á þjóðsagnaútgáfu hans. Ein af þeim tillögum frá
hans hendi sem varðveist hafa er á þessa leið: íslenskar al-
þýðlegar munnmcelasögur og cevintýri,9 en það heiti sem endan-
lega var valið var eins og kunnugt er: íslenskar þjóðsögur og
cevintýri. Guðbrandur Vigfússon ritaði formála að fyrra bindi
þeirrar útgáfu og þar segir hann, að Jón Árnason hafi valið
heiti hennar.10 Þetta hafa sumir fræðimenn efast um að sé full-
komlega sannleikanum samkvæmt. Sigurður Nordal segir í III.
bindi Þjóðsagnabókarinnar, að fram hafi komið „efasemdir um
það, hvort þessi titill væri frá Jóni sjálfum,.. .“11 Einar Ól.
Sveinsson segir í þessu sambandi: „ég ætla, að þeir Hafnarbúar,
Jón Sigurðsson og Guðbrandur Vigfússon eigi mest í orðinu
„þjóðsaga", sem er þýðing á Volkssage."12
Meginrökin fyrir þessari skoðun eru þau, að orðið „þjóð-
saga“ kemur svo sjaldan fyrir hjá Jóni Árnasyni, en í formálan-
um sem Guðbrandur Vigfússon ritaði fyrir þjóðsagnaútgáfu
Jóns kemur orðið „þjóðsaga“ fyrir ekki sjaldnar en 37 sinnum.13
Er því augljóst, að Guðbrandur hefur tekið sérstöku ástfóstri