Skírnir - 01.01.1981, Blaðsíða 151
SKÍRNIR ÞJÓÐSAGA OG SÖGN 149
við þetta heiti. Liggur því næst fyrir að gaumgæfa hverja merk-
ingu hann leggur í það.
Guðbrandur Vigfússon hefur mál sitt með því, að ísland hafi
frá fyrstu tíð verið „auðigt af þjóðsögum um álfa, tröll og alls
konar forneskjusögnum ...“ Hann vitnar til íslendingasagna,
sem hann telur geyma „sannar sögur“, en segir síðan: „Hvorar
tveggja sögurnar hafa alist upp í einu brjósti eins og sambornar
systur, hjátrúarsögurnar og hinar sönnu sögur, og báðar megu
því með jöfnum rétti kallast þjóðsögur. ..“ Eins og Sigurður
Nordal hefur bent á, þá er Guðbrandur barn síns tíma, er hann
talar um „sannar sögur“ í íslenskum fornbókmenntum.14 í
framhaldi formálans ræðir Guðbrandur um þjóðsögurnar sem
„hugsmíð og skáldskap", er „yngjast ávallt upp og bregðast í
ýmsa hami eftir sem tíðarandinn leikur úr ýmsum áttum.“ Og
eftir tíðarandanum geta þjóðsögurnar orðið þannig, að „drauga-
sögur og galdrar" verði ríkjandi í þeim, en í betra árferði og
bjartara „verða sögurnar mildari og álfasögur og indæl ævin-
týri verða þá meir yrkisefni þjóðarinnar." Rétt er að veita því
athygli hér, að ævintýrin eru í munni Guðbrands ein undir-
grein þjóðsögunnar. Þetta kemur enn skýrar fram síðar í for-
mála hans þar sem segir: „Hvergi eru hinar íslensku þjóðsögur
svo óþrjótandi sem í ævintýrunum ...“ Aftar í formálanum tal-
ar Guðbrandur þó um „íslenskar þjóðsögur og ævintýri", er
liann greinir frá því sem Árni Magnússon hafði safnað. í fram-
haldi telur hann upp sérstaklega nokkur þessara ævintýra, Mær-
þallar sögu, Brjáns sögu og Himinbjargar sögu. Guðbrandur
segir ennfremur, „að hver þjóð í heiminum sem nokkuð er að
manni hefur þjóðsögur og ævintýri og ýmsa hjátrú og ekki hvað
síst hinar menntuðustu þjóðir.“15 I þessum tveimur síðustu til-
vitnunum gæti svo virst sem Guðbrandur Vigfússon liti svo á
að þjóðsögur væru eitt og ævintýri annað. Og óneitanlega bend-
ir titill bókarinnar til þess, að þeir sem hann ákváðu, hver eða
hverjir svo sem það voru, hafi litið svo á að ævintýrin væru eitt-
livað annað en þjóðsögurnar. Mér virðist þó, að tvær fyrst-
nefndu tilvitnanirnar um þetta efni taki af öll tvímæli um það,
að Guðbrandur Vigfússon liafi talið að hugtakið „þjóðsaga"
tæki einnig til ævintýranna. Hitt er svo annað mál, að heiti þjóð-