Skírnir - 01.01.1981, Blaðsíða 152
150 JÓN HNEFILL AÐALSTEINSSON SKÍRNIR
sagnasafnsins og eins ef til vill orðalag Guðbrands síðar í for-
málanum hefur verið til þess fallið að villa um þessa merkingu
orðsins og valda ruglingi.
Einar Ól. Sveinsson vék að í fyrrgreindri tilvitnun, er rétt að
og hér hefur verið lesin út úr formála Guðbrands Vigfússonar.
Hann segir:
Þá kemur loks að sögum, sem ótvíræðlega eru þjóðsögur. Er þar að nefna
tvo stóra flokka; heitir annar á þýsku Volkssagen, og kalla ég það hér á eftir
„þjóðsagnir" (sem ekki má blanda saman við þjóðsögur, sem ég læt ná yfir
meira), en hinn Marchen,' og nefndi Jón Árnason það „ævintýri" en það
orð hafði áður haft miklu víðtækari merkingu (sjá bls. 213).10
Orðið „þjóðsagnir“ sem Einar Ól. Sveinsson gerir tilraun til
að innleiða hér og nota yfir hluta af þjóðsögum liefur aldrei
náð fótfestu í íslensku máli. Þetta orð kemur fyrir í heiti safns
Odds Björnssonar, sem Jónas Jónasson bjó til prentunar 1908:
Þjóðtrú og þjóðsagnir. Það er þó fyrir ýmsra hluta sakir óheppi-
legt, m. a. vegna þess að fleirtölumyndin af þjóðsaga og þjóð-
sögn er eins í eignarfalli og því í samsettum orðum. Sem dæmi
um hve erfitt „þjóðsagnir" eiga uppdráttar í málinu má nefna,
að þegar Steindór Steindórsson ritar eftirmála að endurútgáfu
sinni á Þjóðtrú og þjóðsögiium kemst hann m. a. svo að orði:
„Það er von og trú útgefenda, að þessi nýja útgáfa af Þjóðtrú og
þjóðsögum.. ,“17 Mér er ekki kunnugt um aðrar tilraunir en
þessar tvær til að innleiða orðið „þjóðsagnir".18
Um hina eldri og víðtækari merkingu orðsins „ævintýri", sem
Einar Ól. Sveinsson vék að í fyrrgreindri tilvitnun, er rétt að
birta orð Jóns Árnasonar sjálfs, er segir í athugagrein við inn-
gang ævintýranna í íslenskum þjóðsögum og œvintýrum: „Það
getur verið að orðið œvintýri þyki hér tekið í of þröngri merk-
ingu þar sem það grípi ekki yfir nema sögur af kóngi og drottn-
ingu, karli og kerlingu því eftir uppruna sínum þýði það sér-
hverja skáldsögu sem að sögnum fer.“19
Þegar þessi orð Jóns Árnasonar eru hugfest og jafnframt þær
tilvitnanir úr formála Guðbrands Vigfússonar þar sem skýrt
kom fram að hugtakið „þjóðsaga“ spannaði allt sagnaefni bókar-
innar, ævintýrin líka, þá verður titill bókarinnar, íslenskar