Skírnir - 01.01.1981, Page 157
ULRICH GROENKE
Steingrímur og Petöfi
íslensk-ungversk bókmenntatengsl
Dr. ulricu groenke, prófessor noiTænudeildar Kölnarháskóla, er í þeim
flokki manna sem kallast mega útverðir íslenskrar menningar. Sem háskóla-
kennari og fræðimaffur, fyrst í Bandaríkjunum en síffan í Þýskalandi, hefur
hann um langt árabil veriff ötull fulltrúi íslenskrar tungu og bókmennta á
erlendri grund. Innan sinnar deildar, þar sem hann skipuleggur og stjórnar
kennslu í öllum Norðurlandamálunum auk finnsku, hefur hann veitt ís-
lenskunámi mikinn framgang og iðulega koma þýskir stúdentar á hans veg-
um til frekara náms við Háskóla íslands. Á yngri áruin stundaði hann sjálfur
háskólanám á íslandi og þá undir handleiffslu þeirra Alexanders Jóhannes-
sonar og Einars Ólafs Sveinssonar. Dr. Groenke hefur skrifað fjölda rita og
greina um íslensk fræði, jafnt á þýsku, ensku, norsku og íslensku, og jafn-
framt flutt fjölmarga fyrirlestra um rannsóknarefni sín víðs vegar um Evrópu
og Norffur-Ameríku.
Flest eru verk dr. Groenkes málvísindalegs eðlis og hefur hann m. a. ritaff
mikið um nýyrffa- og orðhlutamyndanir í íslensku, svo og um notkun töku-
orffa og slettumáls. Þaff efni er ekki til umræðu liér, heldur skal athygli
vakin á merkilegu framlagi hans til kynningar á bókmenntum okkar og
menningarstarfsemi, en það er grein sem birtist í riti gefnu út til heiðurs
þýsku- og finnsk-ungverskufræðingsins Hans Fromm.l Nefnist hún „Stein-
grimur Thorsteinsson und Alexander Petöfi — Eine islandisch-ungarische
literarische Verbindung". Greinin hefur þegar vakiff athygli í Ungverjalandi
og á síðasta ári var um hana fjallað í tímariti ungversku akademíunnar
Irodalomtörténeti Közlemények.
í grein þessari tekur dr. Groenke fyrst til umfjöllunar kynningu Gísla
Brynjólfssonar (í Norðurfara 1849) á stjórnmálahræringum og byltingarat-
burffum í Evrópu, en í þeim skrifum lagði Gísli ríka áherslu á stöðu Ung-
verja meffal annarra Evrópuþjóffa og skoraði á íslendinga að draga sinn
lærdóm af henni. Nokkur tími leiff frá því augum landsmanna var þannig
beint að Ungverjalandi þar til þeir fengu einhverja nasasjón af hinu mikla
þjóffskáldi þess, Alexander Petöfi. Þetta gerðist einmitt fyrir milligöngu
Steingríms Thorsteinssonar, en hann birti fyrstu þýffingar sínar á Petöfi árið
1884. Dr. Groenke fjallar rækilega um stöðu Steingríms sem þjóffskálds, þýð-