Skírnir - 01.01.1981, Page 158
156
ULRICH GROENKE
SKÍRNIR
anda og „menningarmiðlara“ (Kulturbringer). Óþarlt er að fara mörgum
orðum um þau atriði hér, en seinni hluti greinarinnar ætti aftur á móti að
vera íslenskum lesendum um margt áhugaverður. Þar koma fram upp-
lýsingar sem virðast hafa verið íslenskum fræðimönnum duldar til þessa, og
jafnframt má skoða grein dr. Groenkes sem dálítið sýnishom af tveimur
tengdum greinum bókmenntafræðinnar sem báðar hafa verið vanræktar á
íslandi, samanburðarbókmenntum og þýðingafræðum. Hér á eftir fer, í þýð-
ingu minni, stytt gerð höfundar af fyrrnefndum hluta greinarinnar.
ÁstráSur Eysteinsson
Alexander petöfi hafði um alllangt skeið skipað virtan sess
í heimsbókmenntunum þegar Steingrímur Thorsteinsson varð
fyrstur til að kynna íslendingum þetta mikla ljóðskáld og þjóð-
hetju Ungverja. Óvíst er hvernig Steingrímur komst í kynni við
skáldskap Petöfis eða hvað hefur fengið hann til að glíma við
þýðingar á verkum hins ungverska ljóðajöfurs. Hannes Péturs-
son, sem skilmerkilega hefur skrifað um æviferil Steingríms og
störf, getur einungis frætt okkur á því að „síðari hluta ævi sinn-
ar fékk hann mikið dálæti á því skáldi og kynnti sér ungversku
til að geta lesið verk hans á frummálinu."2
Af ungverskum heimildum má leiða að því sterkar líkur
að það hafi verið Plugo von Meltzl, bókmenntafræðingur frá
Siebenbiirgen, sem hvatti Steingrím til að fást við verk Petöfis.
Von Meltzl var prófessor við háskólann í Klausenburg og þar í
borg gaf hann út, ásamt Sámuel Brassai, tímarit í samanburðar-
bókmenntum á árunum 1877 til 1888. Titill þess, sem á ung-
versku hljóðaði ÖSSZEHASONLITO IRODALOMTÖRTÉN-
ELMI LAPOK, birtist á tíu tungumálum, þar á meðal á ís-
lensku: TIMARIT FYRIR BOKMENTA SAMANBURDH.
A titilsíðu eru jafnframt taldir hinir fjölmörgu aðstandendur
ritsins, en þeir eru af ýmsum þjóðernum og gefur þar m. a. að
líta nöfn þeirra Matthíasar Jochumssonar (Jochumsson Mátyás)
og Steingríms Thorsteinssonar (Thorsteinsson Steingrimur).
Hugo von Meltzl, sem var einlægur aðdáandi Petöfis, fékk
skáld og þýðendur um víða veröld til að vinna að þýðingum á
Petöfi, en hann birti þær síðan sem „Petöfi-Polyglotten“ í sér-
stökum þætti í tímaritinu sem nefndur var „Petöfiana“. í fjórða
hefti annars árgangs, dagsettu 50. september 1878, birtist sem