Skírnir - 01.01.1981, Síða 159
SKÍRNIR
STEINGRÍMUR OG PETÖFI
157
„Petöfiana XXVIII“ Skógrunnur skalf, þýðing Steingríms á
kvæðinu Reszket a bokor eftir Petöfi. Næst á eftir þýðingu Stein-
gríms fylgir framlag ítalsks þýðanda sem „Petöfiana XXIX“.
Steingrímur minnist raunar á Hugo von Meltzl neðanmáls í
grein sinni um Alexander Petöfi í Skírni árið 1907.3 Þessi stutta
ritgerð sem aðeins nemur tæpum sjö síðum er í raun vart mikil-
væg frá bókmenntafræðilegu sjónarmiði; þar eru einungis raktir
tímamótandi atburðir á æviferli Petöfis og ríkulegu lofsorði
lokið á skáldið. Samt sem áður veitir ritgerð þessi þó fyrstu til-
takanlegu upplýsingarnar um Petöfi sem ná til íslensks lesenda-
hóps. Eflaust hefur það og leitt til frekari athygli á liinu ung-
verska skáldi að með ritgerðinni fylgdu þýðingar á 12 kvæðum
þess. Fyrstu Petöfiþýðingar Steingríms höfðu reyndar birst þegar
árið 1884 í fyrsta árgangi tímaritsins Iðunnar, þar á meðal var
Skógrunnur skalf.
Erfitt er að dæma um ungverskukunnáttu Steingríms af þýð-
ingum hans, eða hvaða þýðingar aðrar — til að mynda þýskar —
hann kynni að hafa stuðst við, svo mjög eru þær í hans eigin
ljóðstíl og með íslensku yfirbragði:
Fyrir ástina lífið mitt arma
Ég óhikað fram mundi Ieggj:
En fyrir frelsið eina
Ég fús léti livorutveggja.
Szabadság, szerelem!
E kettö kell nekem.
Szerelmemért föláldozom
Az életet,
Szabadságért föláldozom
szerelmemet.
Frumgerðin er að vísu stuðluð, en þó svo sé ekki lilítir Stein-
grímur að sjálfsögðu íslenskum bragreglum, eins og eftirfar-
andi samanburðardæmi sýnir glöggt:
I'að rignir, það rignir, en hverju?
Það rignir kossum svo ört.
Ó hve mig sannlega sælan
Sú signaða rigning fær gjört.
Og svo þegar rignir og rignir
í rennu sjást leiftrin með;
Frá augunum þínum þau þjóta,
Þau þekki ég og tíðum hef séð.
En bitti! Nú þrumar, nú þrumar,
Esik, esik, esik,
Csókesö esik;
Az én ajakamnak
Nagyon jólesik.
Az esö, az esö,
Villámló sugár.
A szemed, galambom,
Villámlással jár;
Mennydörög, mennydörög