Skírnir - 01.01.1981, Síða 160
158
ULRICH GROENKE
SKÍRNIR
Æ, það fylgir lciftrum hvert sinn! A hátunk megett;
Ég forða mér, kæra, nú kemur Szaladok, galambom,
Hann karl gamli, faðir þinn! Jön az öreged.
Frá ungverskum sjónarlióli hlýtur slík umturnun yfir í listi-
lega samansett og fjölskrúðugt form sem víðs fjarri er fyrir-
myndinni að teljast næstum óafsakanleg röskun á verkinu. í stað
liinnar ungversku frumgerðar sem er stuttorð og býr yfir öflugri
samþjöppun merkingar hefur þýðandinn framreitt mælskuleg-
an, jafnvel skrafkenndan skrautbúning íslenskrar stuðla- og rím-
listar. Hér er um að ræða vel kunnugt vandamál og jafnframt
liina vafasömustu hefð íslenskra ljóðaþýðinga sem þó hefur átt
sæla lífdaga fram eftir þessari öld, þ. e. hvernig horft er fram
lijá bragnum sem hluta formgerðar og inntaks hinna uppruna-
legu kvæða. — En Steingrímur sýnir einnig á sér aðra hlið í
þessum efnum. Þegar Petöfi hverfur nokkuð frá ungverskri brag-
liefð er Steingrímur liinni klassísku bragarháttar- og rímnotkun
skáldsins trúr:
Enn garðablóm neðra hér gróa í dalnum,
Við gluggann enn skrúðgræn er öspin vor há.
En, skoðaðu. Veturinn skjótt fer að nálgast,
Á skógvöxnu hæðunum fest hefir snjá.
Svo ber eg enn sumarsins sxðgeisla i hjarta,
Þar sáðkornið frumunga þróast og grær,
En haustlega á koll mínum hárið samt gránar
Og hermir að veturinn færi sig nær.
Még nyílnak a völgyben a kerti virágok,
Mék zöldel a nyárfa az ablak elött,
De látod amottan a téli világot?
Már hó takará el a bérci tetöt.
Még ifju szivemben a lángsugarú nyár
S még benne virít az egész kikelet,
De íme sötét hajam öszbe vegyul már,
A tél dere már meguté fejemet.
Þýðingarnar bera það í flestum tilfellum með sér að Steingrím-
ur hefur kannað atkvæðafjölda, bragarhátt og rím í hinum ung-
versku frumtextum, hann hefur jafnvel fundið og nýtt sér til-
fallandi samsvaranir í rithætti, hljóðlíkingu og merkingu. Lík-