Skírnir - 01.01.1981, Síða 161
SKÍRNIR
STEINGRÍMUR OG PETÖFI
159
legt er að þannig sé t. d. orðið fold til komið sem þýðing á ung.
föld, „jörð, land“, í Puszta föld ez, ahol most járok. Samt sem
áður er fremur ósennilegt að Steingrímur hafi verið fullkomlega
fær um að brjóta hin ungversku kvæði málfarslega til mergjar.4
1 Erhard F. Schiefer, útg.: Explanationes et Tractationes Fenno-Ugricce in
Honorem Hans Fromm (Finnisch-Ugrische Bibliothek 3, Wilhelm Fink:
Miinchen 1979.
2 Hannes Pétursson, Steingrimur Thorsteinsson. Lif hans og list, Reykjavík
1964, bls. 232.
3 Skírnir. Tímarit hins íslenska bókmenntafélags, LXXXI ár, 1907, bls.
249—268. Sérprent greinarinnar liggur fyrir í skjalasafni Petöfi — Minja-
safns í Budapest; skrásetningarnúmer B. 6681.
t Hér má geta þess að aðdáunin á Petöfi og dýrkun Sögueyjarinnar fornu
báru sameiginlegan ávöxt á nokkuð sérstæðan og einkennilegan máta.
Þrjú af kvæðum Petöfis voru þýdd á forníslensku (!). Þau er að finna i
tímaritinu EGYETEMES PHILOLOGIAI KÖZLÖNY. (8, 1884, 9, 1885,
12, 1888). Þýðandinn, Henrik Wlislocki, var fjölfróður og feikilega af-
kastamikill fommennta- og þjóðfræðingur frá Transsilvaníu. Hann helg-
aði sig fyrst og fremst rannsóknum á máli og þjóðmenningu Siebenbúrgen-
tataranna, en ástundaði jafnframt germönsk fræði og voru til að mynda
Siebenbúrgen-Saxarnir (þýski kynstofninn í Rúmeníu) innan rannsóknar-
sviðs hans. Á meðal hinna fjölmörgu verka sem birst hafa eftir Wlislocki
eru rit um forngermanska bragfræði. Þýðingar hans á Petöfi sýna að
hann hefur kunnað einhver skil á forníslensku. Hér á eftir fer snörun
hans á Reszket a bokor, „Skógtunnur skalf', á forníslensku og til saman-
burðar þýðing Steingríms á íslenskt nútímamál.
Skógrunnur skalf, því fugl
Þar skjótur tylti sér.
Eins skalf mitt hjarta hrært,
Er hvarfstu í huga mér.
Þú hvarfst í huga mér,
Ó, hjartans kæra mey,
Þú vænsta gimsteins val
Á víðri heimsins ey.
Fult svellur Donár fljót,
Svo flóðið yfir ber,
Eins svellur hjartað ungt
Áfast í brjósti mér.
Reynirunnr reidhast til.
Reifr fugl settisk thar eptir;
Hjarta mér hrædask ok,
Nú í hug mér komttú,
Thú minst, sólhvit mær,
Mestr jarknasteinn heimrs.
Vegr órór vexir til,
Védhir máské thrungt of strandir;
Svárr sefi ok hjarta mér
Svá fyllir, ávallt fleiri.
Hoklok hjartans thú ern mér!
At heldr thú ert födhur né módhur.