Skírnir - 01.01.1981, Page 163
ÚLFAR BRAGASON
F r ásagnar my ns tur
í Þorgils sögu skarða
i
Þorgils saga skarða var upphaflega sjálfstætt verk, en af þeirri
gerð sögunnar er nú aðeins varðveitt brot eitt á tveimur skinn-
blöðum.1 Annars er sagan til sem hluti af Sturlunga sögu.
Sturlunga er varðveitt á tveimur skinnbókum, Króksfjarðar-
bók (I) frá miðri 14. öld og Reyhjarfjarðarbók (II) frá síðustu ára-
tugum þeirrar aldar. Þær eru báðar skertar, en til eru pappírs-
afrit af þeim, sem voru gerð á 17. öld, meðan bækurnar voru að
mestu heilar. Á I og II er allmikill munur. Sagan mun vera
nokkurn veginn eins yfirgripsmikil og frumritið í I, enda þótt
gera megi ráð fyrir minni háttar íaukum. En orðalagið er stund-
um stytt í þessari gerð. Hins vegar hefur II geymt upphaflegra
orðalag, en þar er heilum sögum aukið við upprunalega sagna-
safnið, m.a. Þorgils sögu skarða.
Sturlunga saga er safn margra sjálfstæðra ritverka eftir marga
höfunda og frá mismunandi tíma. Höfundur safnritsins hefur
reynt að tengja þessi verk saman þannig, að þau mynduðu sam-
fellda frásögn. Þess vegna hefur hann oftast fellt úr einni sögu,
ef önnur sagði frá því sarna. Þá hefur hann bútað sögur sundur
og skeytt saman til að lialda réttri tímaröð.
Sá sem lét gera Reykjarfjarðarbók hélt áfram á þessari sömu
söfnunarbraut. Þar er Þorgils sögu skotið inn í íslendinga sögu
í mörgum hlutum og nokkru sleppt, þar sem frásögn hennar og
íslendinga sögu hefur farið saman. Með samanburði við brotið
af hinni sérstöku sögu af Þorgilsi skarða sést, að sagan hefur ver-
ið stytt í Sturlungu.
Þorgils saga hefst á því, að Þorgilsi og bræðrum hans, Sighvati
og Guðmundi, er lýst, og henni lýkur með dauða þeirra allra.2
II