Skírnir - 01.01.1981, Page 164
162
ÚLFAR BRAGASON
SKÍRNIR
Guðmundui' lést síðastur þeirra árið 1275. Sagan er þess vegna
skrifuð eftir þann tíma. Á hinn bóginn eru líkur fyrii', að Sturla
Þórðarson hafi þekkt Þorgils sögu, þegar hann setti saman þann
hluta íslendinga sögu, sem fjallar um atburði sjötta tugar 13.
aldar. Sturla dó árið 1284. Sagan ætti því að hafa verið fullgerð
um 1280. Höfundur hennar er ónafngreindur.
II
Það er venja að flokka fornsögurnar eftir efni.3 Sögurnar í
Sturlungu heyra flestar til sagna um íslenska viðburði á 12. og
13. öld. Þær eru líka kallaðar íslenskar samtíðarsögur ásamt
biskupasögum. Þessar sögur eru notaðar sem aðalheimildir um
sögu Sturlungaaldar, og þær eru forsendur fyrir að fjalla um ís-
lendinga sögur sem lykilskáldsögur eða sem samsvörun þjóðfé-
lagsaðstæðna á 13. öld, þegar þær flestar munu hafa verið skrif-
aðar (niður). Raunar er Ijóst, að sögurnar í Sturlungu eru tak-
markaðar að mestu við persónusögu og sögu flokkadrátta og
manndrápa, en segja lítið frá öllum friðsamlegum störfum.4 Það
er líka ljóst, að sögurnar eru ekki lilutlausar. Þær eru jafnvel
mjög hlutdrægar um sumt. Engu síður er lagður mikill trún-
aður á sögurnar, enda voru þær sagðar af fólki, sem annaðhvort
var við atburðina riðið eða gat stuðst við vitni eða aðra heim-
ildarmenn, sem höfðu frásögn sína eftir öðrum og þó ekki gegn-
um marga milliliði.
Sannfræði íslendinga sagna hefur stöðugt verið dregin meira
í efa. Hið sama gildir ekki um Sturlunga sögu. Á sama tíma og
áhugi manna hefur beinst að íslendinga sögum sem fagurbók-
menntum er áfram litið á Sturlungu sem sagnfræði. Liggur þó í
augum uppi, að höfundar sagnanna í safninu hafa notað mörg
sömu listbrögð og höfundar íslendinga sagna, t. d. í persónulýs-
ingum og frásagnarhætti. Annan skyldleika í gerð þessara sagna
er unnt að sýna fram á með nákvæmum lestri.
í viðleitni sinni til að kveða nánar á um flokkun fornsagna
en gert er með að benda á mismunandi efni sagna í ólíkum
flokkum hafa tveir fræðimenn, Theodore M. Andersson og
Joseph C. Harris, rannsakað formgerð annars vegar íslendinga
sagna og hins vegar íslendinga þátta í Konunga sögum.5 Komast