Skírnir - 01.01.1981, Síða 168
166
ÚLFAR BRAGASON
SKÍRNIR
sem hann gerði kröfu til. Utanferðin hefur verið þroskaleið
hinnar ungu hetju. Heim kominn aftur er Þorgils meiri maður
en fyrir brottförina, eins og vanalegast er um sigldar hetjur ís-
lendinga sagna. Utanferðarfrásagnirnar sýna þannig, hvað í
hinum ungu hetjum býr.
Eftir að Þorgils kemur til landsins, slær fljótt í brýnu með
honum og fylgismönnum Þórðar kakala, aðallega Hrafni, Sturlu
og Þorleifi í Görðum, sem Þórður hafði skipað eignir Snorra
í Borgarfirði. Magnast þær deilur, þar til Hrafn og Sturla fara
Stafaholtsför. Eftirleikur Þorgils er m. a. heimsóknir þær, er
hann gerir með ófriði í Reykjaholt og Síðumúla. En að lokum
er sæst á málin.
Nú kallar Þorgils til ríkis í Skagafirði. Af því rís ágreiningur
með honum og Eyjólfi Þorsteinssyni og Hrafni Oddssyni. Því
veitir Þorgils Þorvarði Þórarinssyni lið, eftir að þessir höfðingjar
hafa látið vega Odd, bróður Þorvarðar. Fara þeir norður í Eyja-
fjörð að Eyjólfi og Hrafni. Tekst ekki að friða deiluaðilana, og
láta þeir sverfa til stáls við Þverá. Vinna Þorgils og Þorvarður
sigur, en Eyjólfur fellur. Eftir þetta nær Þorgils völdum í Skaga-
firði. Seinna sættist hann við Hrafn.
Þorgils fær nú konungsbréf um, að honum sé skipaður Eyja-
fjörður og allar sveitir norður þaðan til fjórðungsmóta. En Þor-
varður Þórarinsson hafði áður gert kröfu til Eyjafjarðar og gerir
það aftur, í þetta sinn í umboði Steinvarar Sighvatsdóttur, en
hún þóttist eiga heimildir þar eftir Þórð kakala, bróður sinn.
Endar þessi ágreiningur með, að Þorvarður fer að Þorgilsi á
Hrafnagili og lætur drepa hann. Gera Sighvatur, bróðir Þorgils,
og Sturla Þórðarson Þorvarði síðan heimsókn að Grund til
hefnda, en hann sleppur undan. Er Þorvarður dæmdur fullri
sekt fyrir vígið og margir menn aðrir, sem með honum voru. En
seinna er gerð sætt í þessum eftirmálum.
Þannig segir Þorgils saga frá þremur höfuðdeilum, sem hann
lenti í við höfðingja, og fylgir atburðarásin í hverri deilu
ófriðarmynstrinu, sem Andersson fann í frásögnum íslendinga
sagna. Deilur rísa, það kemur til átaka og gagnaðgerða, en að
lokum er sæst og friði aftur komið á. Þarf þá nýtt ágreiningsefni,
til að enn verði deilur með mönnum.