Skírnir - 01.01.1981, Síða 169
SKÍRNIR
FRÁSAGNARMYNSTUR
167
En þótt framvindan í deilum í Þorgils sögu sé lík og í íslend-
inga sögum, eru misklíðarefnin önnur. í íslendinga sögum
spretta deilur vanalega af einkamálum. Deilur Þorgils sögu eru
hins vegar stórpólitískar, um völd og yfirráð. Valdamenn og
valdagráðugir reisa stóra flokka hverjir gegn öðrum. Raunar
er sómatilfinning Þorgils viðkvæm fyrir áreitni eins og heiður
hetja í Islendinga sögum, og Þverárbardagi er af hálfu Þorvarð-
ar hefndaraðgerð vegna vígs Odds, alveg eins og sögupersónur
íslendinga sagna hefna ættingja sinna. Eiginlega er Þorvarður
í Þorgils sögu höfðingi af gamla tímanum, sem treystir völd sín
með ættarböndum og sambandi höfðingja og þingmanna hans.
Þorgils gerir aftur á móti kröfur í umboði konungs, sem nú seil-
ist til yfirráða yfir landinu. Þessum sjónarmiðum laust saman
í deilum þessara höfðingja. En sjónarmið kirkjunnar blandast
einnig inn í þau átök, sem sagan segir frá. Það sést af kostum
Sturlu Þórðarsonar, hversu erfitt val höfðingjar Sturlungaaldar
áttu. Átti hann að fylgja hinum sjálfstæðu höfðingjum að mál-
um, eða átti hann að styrkja konungsmanninn og náfrænda sinn,
Þorgils. Hann valdi síðari kostinn fyrir frændsemi sakir.
Umrædd frásagnarmynstur standa vafalaust í sambandi við
ákveðna veraldarsýn, og áhugi fólks á að heyra um rás atburða,
sem fylgdi þessum mynstrum, hefur orðið til þess, að þau voru
endurtekin hvað eftir annað í frásögn. Þannig hafa þau öðlast
sjálfstætt líf og getað orkað á, hvað valið var til að segja frá.
Efnisval og efnismeðferð Þorgils sögu eru því mótuð af þessum
frásagnarmynstrum, alla vega að vissu marki.
Þorgils saga er ævisaga. Það er umgjörð frásagnarinnar, sem
síðan fylgir frásagnarmynstri í þeim fjórum hlutum, sem hún
skiptist í.
IV
W. P. Ker sagði í bók sinni Epic and Romance um sögur Sturl-
ungu:
Sturlunga is something more than a bare diary, or a series of pieces of
evidence. It has an author, and the author understands and appreciates the
matter in hand, because it isilluminated for him by the example of theheroic
literature. Ue carries an imaginative narrative design in his head, and
things as they happen fall into the general scheme of his story as if he had
invented them.10