Skírnir - 01.01.1981, Side 170
168
ÚLFAR BRAGASON
SKÍRNIR
Þessum og öðrum orðum Kers um list Sturlungu hefur verið
allt of lítill gaumur gefinn í sagnarannsóknum. Barði Guð-
mundsson gerði t. d. ekki greinarmun á því, sem getur verið
sagnfræðilega rétt, og því, sem er sögukennt, í Sturlungu, þegar
hann bar Njáls sögu saman við atburði Sturlungaaldar í leit
sinni að höfundi sögunnar. Hann komst svo að orði í einni
greina sinna, þar sem hann lýsti skoðun sinni á sambandi Njáls
sögu og samtíma höfundar, að arfsagnir væru vissulega uppi-
staða sögunnar.11 Flestar sögupersónurnar, sem nokkru máli
skiptu, væru efalaust sannsögulegar og sum meginatriði í lífi
þeirra einnig. En arfsagnir væru jafnan gloppóttar, og úr þeim
yrði ekki sköpuð listræn saga, nema skáldlegt hugarflug kæmi
til hjálpar. Höfundur Njáls sögu fyllti eyður arfsagnanna með
atvikum úr eigin reynd. Á hinn bóginn gerði Barði ekki ráð fyrir,
að höfundar sagnanna í Sturlungu hefðu getað farið líkt að með
frásagnir af nærliðnum atburðum. Sturlunga saga var aðeins
sagnfræðileg heimild hans um það, sem gerðist á tíma hennar,
líka um smáatvik og um orðræður manna.
Gagnrýni Einars Ól. Sveinssonar á niðurstöður Barða byggist
heldur ekki á skoðun á list Sturlungu, en beinist að gildi aðferð-
ar hans við að ákvarða höfund Njáls sögu.12 Þó hafnar hann ekki
hugmynd Barða um, að Njála sé lykilskáldsaga um samtíma höf-
undar, vegna þess að samanburður hans við sögurnar í Sturl-
ungu sé vafasamur, eins og hann framkvæmdi hann, heldur
vegna þess að Njáls saga sé of mikið listaverk til að vera þess
konar skáldskapur.13 Samt bendir Einar á það neðanmáls, hversu
vandasamt geti verið að túlka líkingar orða eða atvika í Njálu
og i heimildum um Sturlungaöld. Líkingarnar gætu verið tilvilj-
un, og ef svo væri ekki, gæti höfundurinn aðeins hafa þekkt til
rita um atburðina, en ekki til atburðanna sjálfra.
Einar Ól. Sveinsson fjallar vafalaust ekki um list Sturlungu,
þegar hann gagnrýnir Barða Guðmundsson, af því að þeir voru
sammála um að líta fyrst og fremst á sögurnar í safninu sem
sagnfræði. Enda fylgdi Barði í rannsóknum sínum þeirri tilgátu,
sem íslenski skólinn í fornsagnarannsóknum (þ. á m. E. Ó. S.)
gengur út frá sem gefnum sannindum, að höfundar sagnanna
hafi skoðað starf sitt eins og nútíma rithöfundar eða sagnfræð-