Skírnir - 01.01.1981, Qupperneq 171
SKÍRNIR
FRÁSAGNARMYNSTUR
169
ingar og verk þeirra hafi annaðhvort verið skáldverk eða sagn-
fræði. Alls konar fyrirvarar fræðimannanna breyta þessu ekki.
Þó ætti t. d. ýmislegt í framsetningu sagnanna í StuÝlungu
að liafa gefið þeim tilefni til meiri varkárni, svo sem hin hlut-
læga frásagnaraðferð, lýsing fyrirburða og spásagna til að auka
eftirvæntingu áheyranda, mannlýsingar og orð manna og samtöl
í beinni ræðu.
Það skiptir miklu, þegar fjallað er um fornsögurnar, að gera
greinarmun á nútíma viðhorfum til ritstarfa og ritverka og þeim
viðhorfum, sem ríktu, þegar sögurnar voru skrifaðar. Hugmynd-
ir þeirra, sem rituðu, og hinna, sem þeir skrifuðu fyrir, um eðli
sagnanna og í hverju ritstörfin væru fólgin, hljóta að liafa haft
áhrif á, frá hverju var sagt og á hvern hátt. Á þetta Iiefur rúss-
neski norrænufræðingurinn M. I. Steblin-Kamenskij bent.14
Hann hefur reynt að komast eftir, hvað sagnaritararnir og sam-
tíðarmenn þeirra hugðu um sannleiksgildi sagnanna og ritstörf
með því að athuga, hvað orðin, sem notuð voru um þetta, merktu
þá. Einnig hefur hann athugað í þessu sambandi, hvaða hlut-
verki hinir ýmsu flokkar fornsagna höfðu að gegna í sagnarit-
uninni. Kemst Steblin-Kamenskij að þeirri niðurstöðu, að ekki
hafi verið sett skil á milli sagnfræði og skáldskapar. Sögurn-
ar hafi verið álitnar sannar og höfundarnir hafi ekki litið á þær
sem skáldverk sín, ekki íslendinga sögur frekar en samtíðarsögur.
Sagnaritarinn sagði, eins og sagnamaðurinn, frá því, sem hafði
gerst og hefði getað gerst, jöfnum höndum. Norrænar sögur eiga
þetta sammerkt, segir Steblin-Kamenskij, en þær greinast í
flokka eftir því, hvenær atburðir þeirra gerðust og hvar þeir áttu
sér stað. Því lengra, sem liðið var frá atburðunum, og því fjar-
lægara, sem atburðasviðið var, þeim mun meiri skáldskapur
hlaut sagan að verða, vegna þess að sagnaritararnir höfðu sjaldn-
ast traustar heimildir fyrir verkum sínum. En fáir þeirra hafa
gert sér rellu út af því, þar sem heimildarýni var ekki komin á
hátt stig. Sturla Þórðarson skrifaði íslendinga sögu um atburði,
sem hann hafði tekið þátt í, orðið vitni að eða gat haft vitni að.
Hins vegar notaði hann íslendinga sögur sem heimildir, þegar
hann setti saman Landndmu sína. En hvort tveggja verkið hefur
hann álitið sannar frásagnir. Og af því að hann áleit íslendinga