Skírnir - 01.01.1981, Page 174
172
SIGURBUR LÍNDAL
SKÍRNIR
Frá Reykjavík ætlaði prinsinn að sigla flota sínum til vísindarannsókna á
Jan Mayen, en ferðin fórst fyrir og endaði á Dýrafirði.
Björn vísar hér til Annáls 19. aldar eftir Pétur Guðmundsson
Grímseyjarprest, en þar stendur:
7. júlí fór prinsinn aftur frá Reykjavík á skipi sínu, „Reine Hortenze".
Ætlaði hann að fara til Jan Mayen, en komst ekki þangað fyrir hafís. Sneri
því aftur suður á við og fór inn á Dýrafjörð til að skoða fiskverkunarsvæði
það, er Frakkar vildti fá þar. (II, bls. 441).
Samkvæmt frásögn séra Péturs fórst ferðin ekki fyrir, held-
ur kom hafís í veg fyrir að Napóleon kæmist alla leið. Það er
og nokkurn veginn í samræmi við skýrslu leiðangursmanna
sjálfra. Þeir komust til Jan Mayen, sáu Bjarnarfell (Beeren-
berg), en hafís liamlaði landgöngu.1
2.
Sambandslögin 1918 fólu í sér þáttaskil í samskiptum íslend-
inga við aðrar þjóðir. Ein afleiðing þessa var sú að nú varð að
marka stefnu í utanríkismálum, og það var gert með því að
lýsa yfir ævarandi hlutleysi. í umræðum um utanríkismál síðar
hefur iðulega verið skírskotað til þessarar yfirlýsingar til stuðn-
ings hlutleysi í átökum stórveldanna. Höfundur setur yfirlýs-
inguna í sögulegt samhengi og niðurstaðan sú að hún sé rök-
rétt framhald af aðgerðum íslendinga í Napóleonsstyrjöldun-
um; með henni hafi íslendingar staðfest að þeir væru á valda-
svæði Breta og virtu hagsmuni þeirra hvað sem sambandsþjóð-
in, Danir, gerði — jafnvel þótt hún lenti í ófriði við þá. Með-
an þessari stefnu væri fylgt hefðu Bretar hvorki ástæðu til að
leggja landið undir sig né amast við yfirráðum Dana. íslend-
ingar hefðu eftir föngum skilið hermál frá sameiginlegum mál-
um og girt fyrir að landið drægist sjálfkrafa með Dönum í styrj-
öld. Þannig hefðu íslendingar talið sig bezt tryggja öryggi sitt.
Auk þess hafi hlutleysisyfirlýsingin verið í samræmi við ríkj-
andi þjóðernisstefnu og rökrétt afleiðing af vopnleysi lands-
manna.
Greinargerð höfundar fyrir baksviði hlutleysisyfirlýsingarinn-