Skírnir - 01.01.1981, Qupperneq 178
176
SIGURÐUR LÍNDAI,
SKÍRNIR
armanni blaðsins. Og þetta var gert. Dómur var kveðinn upp í
aukarétti Reykjavíkur 9. apríl 1934 og féll á þá leið að höfund-
ur og ábyrgðarmaður skyldu vera sýknir af ákæru réttvísinnar.
Dómsmálaráðherra skaut málinu til Hæstaréttar, og gekk þar
dómur 31. október 1934. Varð niðurstaðan sú að ábyrgðar-
maður Alþýðublaðsins var sýknaður, en höfundurinn, Þórberg-
ur Þórðarson, dæmdur til að greiða 200 króna sekt í ríkissjóð,
en afplána ella 15 daga einfalt fangelsi. Auk þess var honum
gert að greiða allan málskostnað.
Þegar höfundur hefur vitnað til dóms Hæstaréttar gerir hann
svofellda athugasemd:
Lýsing Þórbergs á ógnaræði nasista var í höfuðatriðum rétt, en áður en
glæpir Hitlers voru „sannaðir" fyrir rétti, létu milljónir manna lífið og sættu
pyndingum í fangabúðum hans. (Bls. 77.)
Þessi ummæli verða ekki skilin öðruvísi en sem snörp ádeila á
dóminn og eru viðhöfð í fræðilegu sagnariti. Verður því að víkja
að þeim nokkrum orðum.
Dómur Hæstaréttar er reistur á 4. mgr. 83. gr. hegningarlag-
anna frá 25. júní 1869, eða eins og í dóminum segir:
Framannefnd orð og ummæli um hinn þýzka kanzlara og stjórn Þýzka-
lands, sem ekki eru sönnuð réttmæt með þeim gögnum, er höfundur þeirra
kveðst hafa notað, varða við 4. málgr. 83. gr. almennra hegningarlaga, og
þykir refsing hans fyrir þau, með hliðsjón af því, að hann hefir talið sig
hafa heimildir fyrir þeim í erlendum blöðum og ritum, hæfilega ákveðin
200 króna sekt í ríkissjóð, og komi 15 daga einfalt fangeli [nú varðhaldj í
stað sektarinnar ....
Hegningarlagaákvæði það sem vitnað er til hljóðar svo:
En meiði maður útlendar þjóðir, sem eru í vináttu við konung, með orð-
um, bendingum eða myndauppdráttum, einkum á þann hátt að lasta og
smána þá, sem ríkjum ráða, í prentuðum ritum eða drótta að þeim ranglát-
um og skammarlegum athöfnum án þess að tilgreina heimildarmann sinn,
þá varðar það fangelsi eða, þegar málsbætur eru, 20—200 ríkisdala sektum.
Ummæli höfundar um dóminn eru ekki rökstudd og spurn-
ingar rísa um það hvað felist í þeim. Telur hann að það hafi
verið rangt mat hjá Hæstarétti að þau gögn sem Þórbergur