Skírnir - 01.01.1981, Page 183
SKÍRNIR ÍSLAND OG AÐDRAGANDI STYRJALDAR 181
og segir þar í upphafi að til lítils sé að öðlast fullkomið sjálf-
stæði, „ef vörn þess verður svo veik, að á hverju augnabliki
þarf að óttast um hrun þess.“ íslendingar þurfi að koma efna-
hagsmálum sínum í sæmilegt horf og forðast of mikla skulda-
söfnun; efnaliagslegt sjálfstæði verði að vera fyrir hendi til þess
að fullveldi sé tryggt.
Auk þess þurfi að „tryggja sjálfstæði landsins gegn ásælni,
yfirgangi og innrásum annarra ríkja.“ Þjóðabandalágið veiti
ekki vörn og Jiví sé eina ráðið til að treysta sem bezt fullveldið
út á við að leita „vináttu-sambúðar við þau ríki, er raunveru-
legt traust og öryggi væri að.“ Norðurlandaþjóðirnar séu svo
vanmáttugar að af þeim sé engin vernd, ef eitthvert stórveldi
vildi ná liér tökum og leggja landið undir sig. Hins vegar eigi
að liafa sem nánasta samvinnu í menningar- og efnahagsmál-
um við þessar náskyldu og velviljuðu bræðraþjóðir.
Að Norðurlöndunum frágengnum séu tvær þjóðir skyldastar
íslendingum, Englendingar og Þjóðverjar:
Báðar hafa þessar þjóðir sýnt oss velvild og vináttuhug, Englendingar
einkum í efnahagsmálum, en Þjóðverjar í menningarmálum.
Þess vegna lægi næst við fyrir skyldleika sakir og vináttu að
leita þangað trausts og fulltingis.
Og þegar þar við bætist, að þessi tvö ríki eru tvímælalaust voldugustu stór-
veldi Norðurálfunnar, þá ætti ekki að þurfa um það að deila, að til þeirra
ber oss fyrst og fremst að snúast, til að leita vinsamlegrar viðurkenningar
á fullveldi voru, því að gegn vilja þeirra myndi engin þjóð dirfast að ráðast
á ísland eða beita það yfirgangi.
Til þess „að eiga nokkra von um að ná samúð stórveldanna“
væru „viss skilyrði um stjórnarfar vort innanlands óhjákvæmi-
leg.“ Og það útlistaði Gunnar nánar:
Það er víst, að þýðingarlaust er að ætla sér að fá vináttu tveggja fyrr-
nefndra ríkja ef hér ríkir stjórnarstefna, sem er fjarlæg og fjandsamleg
stjórnmálastefnu þeirra. í Þýzkalandi eru tvö meginauðkenni stjórnarstefn-
unnar: þjóðernisstefna og einræðisstjórn.
Þjóðernishyggjan væri þó ríkari þáttur en einræðishneigðin.
England væri hins vegar „rótgróið lýðræðisríki, og frá þess