Skírnir - 01.01.1981, Blaðsíða 184
182 SIGURÐUR LÍNDAL SKÍRNIR
hendi er meiri samúðar að vænta með lýðræðisríki en einræðis-
ríki.“ — Og niðurstaðan var þessi:
Það stjórnarfar, sem á bezt við þjóð vora er því tvímælalaust þjóðernis-
sinnuð lýðrœðisstjórn. Og það stjórnarfar hefir einnig þann mikla kost, að
skapa möguleika fyrir vináttu Þýzkalands og Englands, eins og áður er lýst.
Loks væri mikilvægt til að vernda fullveldi íslendinga að sá
maður sem valinn yrði fyrsti forseti lýðveldisins hefði þá per-
sónu, þá hæfileika og þá aðstöðu út á við, að nafn hans bæri
hróður íslands víða um veröld og skapaði því álit og virðingu.
Til nánari skýringar stóð þetta:
Ef vér gætum fengið heimskunnan afreksmann til að taka þá stöðu að
sér, væri mikilvægt spor stigið til enn frekari tryggingar sjálfstæði voru. Sá
maður af íslenzku bergi brotinn, sem þar ber höfuð og herðar yfir alla aðra,
er hinn heimsfrægi landi vor, Dr. Vilhjálmur Stefánsson.
Um grein Gunnars urðu nokkrar deilur og fer höfundur um
þær svofelldum orðum:
Hugmynd Gunnars Thoroddsens var fálega tekið af framsóknarmönnum,
sem landinu stjórnuðu. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri Timans, andmælti
henni og fullyrti, að Gunnar vildi „afhenda valdið til þess að setja lög og
ráða sjálfir hér á landi að meira eða minna leyti í hendur erlendri þjóð“.
Gunnar Thoroddsen lét þessu ekki ósvarað og taldi Þórarin hafa rangtúlk-
að hugmynd sína, þótt ekki verði það séð af heimildum. Sagðist Gunnar að-
eins hafa mælst tii þess, að íslensk stjórnvöld hefðu hemil á blaðaskrifum
um utanríkismál. Spurði hann síðan, hvort Þórarinn gæti „ekki hugsað sér,
að forvígismenn þessara þjóða [Þjóðverja og Bretaj fyllist heldur andúð
gegn Islendingum en samúð, þegar þeim . . . á íslenskum vettvangi eru val-
in hin svxvirðilegustu nöfn og lýsingarorð, sem íslensk tunga á til“. Þórar-
inn svaraði þessari spurningu svo, að Bretar hefðu aldrei skipt sér af ís-
lenskum blaðaskrifum. Gunnar hlyti því að vera að fara fram á, að Islend-
ingar viðurkenndu beinlínis rétt Þjóðverja til að hlutast til um íslensk inn-
anríkismál. Þóttist Þórarinn vita, að ýmsir sjálfstæðismenn væru á sama máli
og Gunnar Thoroddsen í þeim efnum. „En sem betur fer munu þeir þó vera
þar í miklum minnihluta,a.m.k. hvað höfðatölu sncrtir." Þjóðviljinn taldi sig
einnig vita, að fjöldi sjálfstæðismanna hefði „andstyggð á honum [fasismaj
og öllu hans framfcrði", þótt í foringjaliði flokksins ætti stefnan „miklu
fylgi að fagna“. Hugmynd Gunnars Thoroddsens vitnaði um það.
Ekki sjást þess nein rnerki, að forystusveit Sjálfstæðisflokksins hafi tekið
undir hugmynd Gunnars Thoroddsens, þótt sjálfsagt hafi hann átt þar ein-