Skírnir - 01.01.1981, Page 185
SICÍRNIR ÍSLAND OG AÐDRAGANDI STYRJALDAR 183
hverja skoðanabræður. Formaður flokksins, Ólafur Thors, leit alþjóðamál í
nokkru öðru ljósi en útgefendur Þjófíarinnar. (Bls. 155—56.)
Eins og tilvitnaður texti sýnir túlkaði Þórarinn Þórarinsson
orð Gunnars svo sem hann vildi „afhenda valdið til þess að setja
lög og ráða sjálfir hér á landi að meira eða minna leyti í hendur
erlendri þjóð“. Taldi Gunnar þetta rangtúlkun, en frá höf-
undi fylgja þau ummæli að það verði ekki „séð af heimildum".
Skil ég þau svo að hann telji útleggingu Þórarins rétta. Hér
virðist mér höfundur varla gæta sín nægilega.
Megininntakið í málflutningi Þórarins í greinum hans —
„Opnum bréfum" til Gunnars Thoroddsen5 — virðist felast í
eftirfarandi orðum hans:
Þér álítið að vinátta Englands og Þýzkalands byggist á því að fullnægt sé
„vissum skilyrðum um stjórnarfar vort innanlands
Mér er ekki kunnugt um það — og ég held að sama megi segja um allan
almenning — að þessi stórveldi hafi krafizt einhverra skilyrða af okkur vegna
þeirrar vináttu sem þau hafa sýnt okkur.
Um Englendinga sé það tvímælalaust, að þeir setji engin slík
skilyrði, en síðan heldur Þórarinn áfram:
í grein yðar virðist líka koma fram, að þér álítið að Þjóðverjar geri meira
að því en Englendingar að setja „skilyrði um stjórnarfar" fyrir vináttu sinni.
Þér látið það ekki koma ljóst fram, hvaða skilyrði þér álitið nauðsynleg til
að öðlast vináttu Þjóðverja. En ummæli yðar virðast þó benda til, að Þýzka-
land geti ekki haft vináttu við ríki, þar sem rfkjandi sé „stjórnmálastefna
fjarlæg og fjandsamleg stjórnmálastefnu þeirra." Til þess að hljóta vináttu
þeirra þurfi íslendingar því að fylgja stjórnarstefnu, sem þeim sé að skapi.
Það er svo augljóst mál, að um það þarf ekki að ræða, hvaða íslenzkan
stjórnmálaflokk þér teljið að mest myndi hagnast á fullnægingu slxkra skil-
yrða.
í síðari grein sinni („Opnu bréfi“) ræðir Þórarinn nánar hver
muni vera tilgangur Gunnars með greininni í Þjóðinni:
Er hann kannske sá að hægt verði að fá Þjóðverja til einhverra aðgerða
hér á landi undir því yfirskini að þeir séu að kveða niður kommúnisma?
Eða er hann aðeins sá að verið sé að innræta þjóðinni ótta við það að Þjóð-
verjar refsi okkur ef ekki verði breytt um stjórnarstefnu í landinu og hún
látin verða þeim meir að skapi? Ég get sagt það alveg hiklaust að mér finnst