Skírnir - 01.01.1981, Síða 189
SKÍRNIR ÍSLAND OG AÐDRAGANDI STYRJALDAR 187
Þessu til stuðnings vitnar höfundur fyrst til manns að nafni
Desmond Morton, majórs, sem hafi haldið því fram eftir stríðið
að Gerlach hefði verið einn af stjórnendum Buchenwald-fanga-
búðanna og framið þar hin mestu ódæði. Höfundur getur þess
að ekki sé vitað hvaðan Morton hafi vitneskju sína og tekur
fram að Gerlach hafi engri ákæru sætt eftir stríðið þótt Banda-
ríkjamenn hefðu haft hann í haldi árum saman og rannsakað
feril hans. Einnig getur höfundur þess að skjöl Himmlers skeri
ekki úr um það í hverju starf Gerlachs hafi verið fólgið.
En rökin fyrir starfsemi Gerlachs í Buchenwald eru þessi:
1. Gerlach hafði leiðarbréf um allar fangabúðir SS.
2. Tiltekinn fangi, Walter Poller að nafni, sem vann í sjúkra-
deild fangabúðanna hafi skýrt frá því, að „þangað hafi kom-
ið reglulega SS-læknir frá meinafræðistofnun Jenaháskóla.
Hafi hann krufið lík þeirra fanga, sem létu lífið á þessum
kvalastað, og undirritað dánarvottorð þeirra“. Síðan bætir
höfundur við: „Líklega hefur það verið Werner Gerlach, sem
þar var að rækja foringjaskyldur sínar í einkastarfsliði Himml-
ers.“
3. Matselja Gerlachs, Ida Peschel, hafi skýrt höfundi frá því að
„öldruð vinnukona á heimili prófessorsins í Jena hafi sagt
sér, að hann færi oft til vinnu í Buchenwald, sem var skammt
frá nágrannabænum Weirnar". Hafi gamla konan haft veður
af því „að þangað sækti húsbóndi sinn lík, sem liann og lækna-
stúdentar notuðu við krufningar í háskólanum".
Af þessu dregur höfundur svofellda ályktun:
Þannig hefur prófessorinn þjónað í senn vísindunum og þjóðernisjafnað-
arstefnunni. Ógnarverkin, sem SS-liðið framdi í fangabúðunum, hljóta að
hafa verið á hans vitorði sem trúnaðarlæknis í starfsliði Himmlers.
Ef miðað er við menntun Gerlachs og stöðu hans innan SS má
telja líklegt að honum hafi verið kunnugt um það sem fram fór
í Buchenwald, en að öðru leyti virðast mér ályktanir höfundar
reistar á ótraustum forsendum. Meðan ekki koma í leitirnar
áreiðanlegri heimildir verður við það að sitja, að ekkert verði