Skírnir - 01.01.1981, Page 191
SKÍRNIR ÍSLAND OG AÐDRAGANDI STYRJALDAR 189
mannfræðilega eiginleika og menningu norrænna manna. Hafði
ísland því mikið aðdráttarafl.
En höfundur telur að Gerlach hafi ekki einvörðungu verið
gerður út til að svala fróðleiksþorsta Himmlers heldur verið
undirróðursmaður og njósnari sem búa hafi átt í haginn fyrir
valdatöku Þjóðverja á íslandi. Þetta hafi íslendinga og grunað.
Gögn um liagi þeirra manna sem starfað hafa í utanríkisþjón-
ustu Þýzkalands en lokuð öðrum en embættismönnum voru at-
huguð fyrir höfund. Kom þar í ljós að Himmier gaf Gerlach
„leynileg fyrirmæli, áður en hann hélt út tii íslands“. Um þessi
leynilegu fyrirmæli var ekkert skjalfest í utanríkisráðuneytinu
og aðeins tveimur mönnum um þau kunnugt. Fyrirmælin lutu að
undirróðri, Wuhlarbeit, á íslandi, en verða sennilega héðan af
aldrei dregin í dagsljósið.
Höfundur telur þó að ráða megi í efni fyrirmælanna. Bréf sem
Gerlach og Himmler skiptust á 1942 og erindisbréf utanríkis-
ráðuneytisins til Gerlachs frá marz 1939 telur höfundur sýna að
markmiðið með undirróðursstarfseminni hafi verið að „draga
ísland undir áhrifasvæðið þýzka í viðskiptum, iðnaði, stjórnmál-
um og hernaði.“ Þetta virðist geta komið heim við áðurnefnd
gögn sem höfundur styðst einkum við. En síðan víkur hann að
þeim aðferðum sem Gerlach skyldi beita og segir þá:
En vinnubrögðin, sem Himmler skipaði Gerlach að beita A Islandi, voru
vinnubrögð SS og Gestapó. Þau voru verri en svo, að Ribbentrop vildi láta
þau koma fyrir augu embættismanna af gamla skólanum. Werner Gerlach
var þvi enginn venjulegur ræðismaður. Hann var fulltrúi viðsjárverðustu
afla Þriðja ríkisins, útsendari hins siðlausasta meðal siðlausra, Heinrichs
Himmlers. Á íslandi var Gerlach að gegna skyldu sinni „sem SS-foringi og
heldur betur." (Bls. 191.)
Hér virðist mér höfundur álykta af þögninni, nema hann
styðjist við bréf Gerlachs til Himmlers 19. október 1939. Orðin
innan gæsalappa eru úr því, en óljóst hvert er samhengi þeirra
við það sem á undan segir. Ef ummæli höfundar eru sótt í bréf
þetta er texti hans ekki nógu greinargóður.
Nú átti Gerlach — eins og allir stjórnarerindrekar — að fylgj-
ast með gangi mála á íslandi, og það gerði hann svikalaust. Þá