Skírnir - 01.01.1981, Page 192
190
SIGURÐUR LÍNDAL
SKÍRNIR
eru skilin ekki skörp milli slíkra skyldustarfa og njósna. Hann
átti einnig að reka áróður fyrir þýzku nazistastjórnina meðal
íslendinga og Þjóðverja búsettra hér á landi. Áróður í víðtæk-
asta skilningi reka allir stjórnarerindrekar að einliverju marki,
meðal annars undir merki landkynningar. Er þá skamrnt í það
sem kalla má undirróðursstarfsemi þegar ötullega er unnið. Og
hvorttveggja þetta má gera án þess að beitt sé vinnubrögðum
viðsjárverðustu afla Þriðja ríkisins, SS og Gestapó, og án þess að
vera útsendari hins siðlausasta meðal siðlausra". Ef liöfundur
á hins vegar við að Gerlach hafi átt að skipuleggja vopnuð til-
ræði eða önnur ofbeldisverk — eins og næst liggur að skilja orð
hans — bregðast honum heimildir og tilvitnuð fullyrðing stend-
ur berskjölduð.
í þessum kafla eru tvær villur sem skipta þó ekki miklu máli.
Á bls. 180 er síðari kona Görings, Emmy Sonnenmann, kynnt
sem sænsk leikkona. Hún var að vísu leikkona en ekki sænsk.
Fyrri kona Görings, Karin von Fock (d. 1931), var hins vegar
sænsk en ekki bendluð við leiklist, svo að mér sé kunnugt. — Á
bls. 182 hefur það misritazt að Júlíus Streicher hafi í Núrnberg-
réttarhöldunum verið dæmdur í ævilangt fangelsi. Hann var
dæmdur til dauða og líflátinn 16. október 1946.
9.
Enda þótt forystumenn þjóðarinnar reyndu eftir föngum að
styggja ekki Þjóðverja var nú spyrnt við ýtni þeirra og ágangi.
Er sagt frá því í 8. kafla, sem ber heitið Snúist til varnar. í þjóð-
stjórninni sem tók við stjórnartaumum 17. apríl 1939 sneru Sjálf-
stæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Alþýðuflokkur bökum
saman gegn þeim öflum sem talin voru ógna öryggi landsins.
Þar var einkum um að ræða Kommúnistaflokk íslands sem var í
beinum tengslum við Kommúnistaflokk Ráðstjórnarríkjanna
og þá um leið við ríkisstjórn landsins. Efldust kommúnistar að
áhrifum, einkum eftir að Alþýðuflokkurinn klofnaði 1938 og
hluti hans gekk til samvinnu við kommúnista í nýjum flokki,
Sameiningarflokki alþýðu — Sósíalistaflokknum.
Fyrst var hafizt handa um breytingu á löggjöf. Erlendir vís-