Skírnir - 01.01.1981, Page 195
SKÍRNIR ÍSLAND OG AÐDRAGANDI STYRJALDAR 193
11.
En vestursóknin var þó ekki eingöngu bundin við að tryggja
markaði og aðdrætti, heldur var hún einnig til varnar gegn þýzku
hættunni. Frá því segir í 10. kafla sem nefnist Bandaríkin og
öryggi íslendinga. Jónas Jónsson gerir sér tvímælalaust gleggsta
grein fyrir þessum þætti málsins. Monroe-yfirlýsingin frá 1823
tálmaði því að ísland tengdist öryggissvæði Bandaríkjanna, en
höfundur lýsir því glöggt hvernig Jónas hugsaði sér að teygja
mætti endimörk Monroe-yfirlýsingarinnar til íslands, þannig
að landið nyti verndar Bandaríkjanna. Var þetta raunar gert síð-
ar því að Bandaríkjamenn gerðu herverndarsamninginn við ís-
lendinga 9. júlí 1941 með þessa yfirlýsingu að bakhjarli. Thor
Thors lagði sérstaka áherzlu á tengsl íslendinga við Ameríku í
ræðu á íslandsdegi heimssýningarinnar í New York 1939.
Þjóðverjum hugnaðist mjög illa makk íslendinga við Pan
American. Allt frá því að Weimarlýðveldið var við lýði höfðu
þeir verið á verði gagnvart bandarískum áhrifum á íslandi. Nú
töldu þeir að bandarískir auðjöfrar væru að taka við af Bret-
um og veita fjármagni til íslands.
Heimsókn tveggja erlendra fjármálamanna til íslands í febr-
úar 1939 ýtti við Þjóðverjum. Var annar Henry Newcome Wright
sem höfundur segir kvæntan íslenzkri konu, Ásu, systur Sturlu
Jónssonar kaupmanns og verðbréfasala í Reykjavík. Hér er að
vísu mishermi: Ása var Guðmundsdóttir og systurdóttir Sturlu
Jónssonar, en ekki systir hans. Förunaut hans, Telepnef að
nafni, segir höfundur hafa titlað sig barón.
Erindi þessara manna var að hefja viðræður um málmvinnslu
í Eyrarfjalli við Önundarfjörð og ýmsar aðrar framkvæmdir,
óneitanlega mjög stórbrotnar á mælikvarða þess tíma. Auk þess
buðust þeir til að útvega lán, þó með því skilyrði að Wright
fengi einkaumboð til að fara með nafn landsins í erlendum
bankastofnunum um takmarkaðan tíma.
Málmvinnslufyrirætlanir í Eyrarfjalli áttu sér nokkra sögu
sem höfundur rekur allýtarlega. Hann segir:
Námuréttindin voru á þessu tímabili í höndum Kristjáns Torfasonar,
bróður Páls. Ráðagerðir þeirra Torfasona um að vinna járn og báxít úr Eyr-
13