Skírnir - 01.01.1981, Side 196
194
SIGURÐUR LÍNDAL
SKIRNIR
arfjalli voru miðaðar við rannsókn Steins Emilssonar, sem starfað hafði við
námur í Noregi og numið jarðfræði við Jena-háskóla i Thiiringen. (Bls. 239.)
Síðan greinir nokkuð frá Steini og sagt að hann hafi gerzt
skólastjóri unglingaskólans í Bolungarvík en notað tómstundir
til jarðfræðirannsókna. Að því loknu heldur höfundur áfram:
Þannig atvikaðist það, að Steinn byrjaði að kanna leyndardóma Eyrar-
fjalls og komst að þeirri niðurstöðu, að þar mætti hefja námugröft. Árið
1936 tók hann síðan höndum saman við þá Torfasyni um að nýta hlunn-
indi þeirra. Skrifaði Steinn Timmermann ræðismanni og bauð Þjóðverj-
um að vinna báxít úr fjallinu. Þjóðverjinn Walter Iwan kom tilboð-
inu á framfæri fyrir hann, en Iwan var doktor í jarðfræði íslands og starf-
aði sem þýskulektor við Háskóla íslands. Þar með var hafin tangar-
sókn á Þriðja ríkið: Páll og Fornjótur sonur hans sóttu að njósnara Hitlers
f Kaupmannahöfn, en Steinn Emilsson að fulltrúa foringjans í Reykjavík.
Tilboð þeirra félaga voru send áfram til þýska viðskiptaráðuneytisins, sem
lét erindi Steins ganga til málmgreinasambandsins í Berlín. Sambandið sýndi
málinu áhuga og bað Stein að senda sór báxítsýni, en hann lét það ógert
að minnsta kosti um tíma, hvað sem því olli. Enga vitneskju höfum við um
framhaldið, en ljóst er, að Torfasynir voru ekki við eina fjölina felldir 1
viðskiptum sínum. Bretann Newcome Wright bar að, og Kristján Torfason
hóf að semja við hann um námuréttindin. En Wright sagði, að samningar
hefðu ekki tekist, því að „félagar hans [Kristjánsj í Danmörku og annars
staðar [höfðu] heimskulegar hugmyndir um verðmæti námunnar, sem náðu
ekki nokkurri átt“.
Það var næst til tíðinda, að Kristján Torfason andaðist, og námurétt-
indin lentu í höndum Flateyrarhrepps. Málið var tekið upp að nýju, og
Wright komst yfir réttindin. Og þá víkur sögunni aftur til marsmánaðar
1939. Nokkrum dögum eftir að Wright hafði borið upp erindi sín við ríkis-
stjórn íslands komu Richard Walter og förunautar hans til Islands [sendi-
nefndin sem bar fram flugstöðvabeiðnina]. Leið ekki á Iöngu, uns einn
sendinefndarmanna, dr. Bilfinger, frétti um áætlanir Wrights ... Neytti Bil-
finger færis ... og varaði íslendinga við gyðinglegu fjármagni. (BIs. 240—41.)
Allmikið skortir á að þessi frásögn sé jafntraust og skilmerki-
leg og æskilegt hefði verið.
Höfundur segir að námuréttindin hafi „á þessu tímabili“ ver-
ið í höndum Kristjáns Torfasonar, Steinn hafi árið 1936 tekið
höndum saman við þá Torfasyni, Kristján síðan hafið að semja
við Wright og næst orðið til tíðinda að Kristján hafi andazt og
námuréttindin lent í höndum Flateyrarhrepps; málið hafi verið
tekið upp að nýju og Wright „komizt yfir“ réttindin.