Skírnir - 01.01.1981, Blaðsíða 203
SKÍRNIR ÍSLAND OG AÐDRAGANDI STYRJALDAR
201
ar heimildir sem sýni að innan Sjálfstæðisflokksins hafi verið litið
svo á að Gunnar hvetti til breytinga á utanríkisstefnu flokksins. íslend-
ingar miðuðu í reynd utanríkisstefnu sína við hagsmuni stórveldanna
beggja og um þá meginstefnu verður ekki séð að verið hafi neinn
ágreiningur sem umtals sé verður. Og varla hefur verið ágreiningur um
það að „þjóðernissinnuð lýðræðisstjórn" hentaði Islendingum bezt, en
við það hlýtur höfundur að eiga með orðunum „að miða . . . stjórnar-
far Islands við hagsmuni stórveldanna tveggja . . .“.
Höfundur segir síðan að x tímaritinu ,fijóðinni, sem Gunnar Thor-
oddsen gaf út með nokkrum samherjum sínum, gætti líka ríkrar sam-
úðar með utanríkisstefnu Hitlers." (BIs. 154.) Hér á höfundur vafalaust
við greinar sem Guðmundur Benediktsson lögfræðingur,síðar bæjargjald-
keri, ritaði að staðaldri um utanríkismál í fyrstu tvo árganga ritsins
1938—39. Guðmundur telur sameiningu þýzkumælandi manna í eitt stór-
ríki eðlilegan ávöxt heilbrigðrar þjóðernisstefnu og vörn gegn útþenslu
kommúnismans. Hins hefði höfundur mátt geta að Guðmundur taldi í
ræðu sem hann flutti 18. desember 1940 og birtist í Þjóðinni 4. árg. (1941)
bls. 12, að nazismi gæti ekki fest rætur á Islandi, enda í bága við hugs-
unarhátt íslendinga þótt hann kynni að henta Þjóðverjum; væri það
þó óvíst. Grundvallarmunur væri á stefnu Sjálfstæðisflokksins og nazista.
Þá segir höfundur f neðanmálsgrein á bls. 212 að lofsamlegur ritdóm-
ur hafi birzt 1 Þjóðinni um bók Knúts Arngrímssonar: Það vorar um
Austur-AIpa sem hafði að geyma lofgjörð um innlimun Austurríkis í
Þriðja ríkið. Hér mun átt við örstutta — að vísu vinsamlega — ritfregn
í 2. árgangi ritsins (1939), bls. 34. Höfundur gerir hér öllu meira tir en
efni standa til.
Ekki nefnir höfundur þá hugmynd Gunnars að Vilhjálmur Stefáns-
son landkönnuður verði kvaddur til forsetaembættis á íslandi. Ef rök-
semdafærslan fær yfirleitt staðizt kynni niðurstaðan að verða sú að Gunn-
ar hafi í reynd lagt til „að íslendingar styddust jöfnum höndum við“
fleiri en „stórveldin tvö“ (sbr. bls. 154). A bls. 250—51 segir höfundur að
Vilhjálmur hafi verið í miklum kærleikum við ráðstjórnina, „skrifaði í
málgögn hennar og kom fram á hennar vegum í Bandaríkjunum“. Þjóð-
viljinn hafi á árunum 1937 og 1939—40 birt lof um Vilhjálm, og það orð
komizt á að hann væri kommúnisti. Sjálfur leit Vilhjálmur á sig sem
Bandaríkjamann en ekki Islending (sbr. bls. 250). Var þá ekki hugmynd
Gunnars sú að Islendingar styddust jöfnum höndum við stórveldin fjög-
ur: Bretland, Þýzkaland, Bandaríkin og Sovét-Rússland?
8 Um þetta eru ýmis dæmi. Eitt er að finna i bók höfundar: „Arið 1935
setti Þjóðabandalagið takmarkað viðskiptabann á Itali vegna innrásar
þeirra í Eþíópíu. Þetta varð íslendingum talsverður búhnykkur, því að
þeir gátu nú selt árásarríkinu saltfisk, meðan keppinautarnir, Norð-
menn, voru háðir banninu. Hafði Mússólíni svo mikið við þessa sölu-