Skírnir - 01.01.1981, Page 207
SKÍRNIR
RITDÓMAR
205
lengur hefur hann þó haft áhuga á þeim efnum og safnað margs konar fróð-
leik um sjávarútveg og sjávargögn og öll þau hlunnindi er hafi og fjöru
tengjast. Þjóðhætti og þjóðtrú við haf og útveg hefur hann einnig rann-
sakað. Það var því ekki að undra, að þeir gleddust er íslenzkum þjóðfræðum
unna, er sú frétt barst út sl. haust, að nú væri fyrsta bindi rits hans um
íslenzka sjávarhætti að koma út.
Sem þjóðfræðingur hefur Lúðvík notið þess að hafa alizt upp við sjó-
mennsku og að hafa kynnzt frá barnæsku einu mesta hlunnindasvæði lands-
ins, þ. e. byggðunum við Breiðafjörð. Reynsla hans, vakandi eftirtekt og
stálminni hafa verið honum til drjúgra nota við rannsóknir og skriftir. Og
Lúðvík hefur ekki einbh'nt á hina þjóðfræðilegu þætti eina. Sagnfræðirit
hans bera vitni djúpum skilningi á þeim öflum. sem að verki eru í hinni
flóknu sögu þjóðfélags og stjómmála.
Ritið Islenzkir sjávarhœttir er um 470 bls. að stærð í stóru broti. Það er
prýtt 301 mynd, þar með taldar teikningar, kort og uppdrættir. Guðni Kol-
beinsson hefur séð um umbrot og innra útlit, en Guðmundur P. Ólafsson
hannaði kápu, saurblað og bókband. Er ritið allt fagurt og vel unnið.
Auk prentaðra heimilda og fjölda handrita hefur höfundur stuðzt við á
fjórða hundrað heimildarmanna úr öllum sýslum landsins og á ýmsum aldri.
Hinir elztu eru fæddir um 1850 og flestir fyrir aldamöt. Þar sem höfundur
getur um heimildir sínar og vinnubrögð undirstrikar hann mikilvægi þess-
ara heimildarmanna. Augljóst er, að ritaðar heimildir hefðu einar ekki dug-
að til að gefa ýmsum atriðum þann veruleikablæ, sem oft einkennir frásögn-
ina.
í fyrsta bindinu er fjallað um þrjá meginþætti. Fyrst er sagt frá því, sem
er að finna matarkyns í fjörunni. Þá er þáttur um trjáreka og rekafjörur, og
loks er þáttur um sel og selveiðar.
Þar sem hér er um að ræða fyrsta bindi stærra verks, verður ekki farið
út í smáatriði né tilraun gerð til þess að meta fræðilegt gildi einstakra atriða.
Það bíður þess tíma, að verkið liggi fyrir í heild. Því verða ekki gerð nein
skil nema í langri ritgerð þar sem heimildir og efnismeðferð væru gagnrýnd
og úrvinnsla og grundvöllur kenninga rannsakaður. Það sem máli skiptir nú
er að vekja athygli á, að hér hefur afreksverk verið unnið og dýrmætur fróð-
leikur saman dreginn, og úr honum unnið með ágætum. íslenzkir sjávarhœtt-
ir hafa þegar skipað sér í röð íslenzkra höfuðrita, þeirra sem eru um menn-
ingarsögu og þjóðfræði. Hér er sagður merkilegur hluti af atvinnusögu
þjóðarinnar, við erum margs vísari um náttúrufar landsins, auðlegð þess og
harðleikni, mildi þess og fátækt. Að fara í fylgd Lúðvíks Kristjánssonar um
ströndina og skoða allt, sem þar er að finna og hafa má til matar, tækja,
fatnaðar eða sem orkugjafa, er eins og að fylgjast með lífsbaráttu þjóðarinn-
ar í ellefu hundruð ár.
Við stöndum í fjörunni. Undrandi verðum við vitni að því iðandi lífi,
sem þar er, og við sjáum hvernig fólkið, kynslóð fram af kynslóð, notfærði
sér fjölmargt af því, sem þar er að finna. Sölin voru talin til hlunninda,