Skírnir - 01.01.1981, Page 208
206
HARALDUR ÓLAFSSON
SKÍRNIR
seld og greidd í leigur, fjörugrös voru hirt og etin, og þegar að svarf var
marinkjarni, ætiþang og ætiþari þurrkað og haft til matar. Fjörubeitin var
og er mikilvæg fyrir fjárbændur. Þang og þari var notað til áburðar og eldi-
viðar. Og ekki má gleyma saltbrennslunni.
Ekki er kaflinn um skeldýrin og hin margvíslegu not þeirra síður skemmti-
legur. Og ekki gleymir höfundurinn að geta um leikföngin úr fjörunni.
Hörpudiskur, kúskel og kuðungur voru gersemar sendar dalabörnum, og
geymdu margir þær fram á fuliorðinsár.
Skarfakálið var heilsubót á fjörefnasnauðri tíð, og marhálmur var notaður
í dýnur og undirsængur, verzlunarvara og hlunnindi.
Allur er þessi þáttur verksins hinn fróðlegasti og margt í honum hefur
ekki áður verið dregið saman á einn stað. Erfitt er að meta þýðingu fjöru-
jurta og skeldýra, að ógleymdum matreka, fyrir afkomu landsmanna. Á harð-
indaárum voru fjörugrösin mikilvæg uppbót á kornmeti, og vafalaust hafa
þau einnig haft nokkurt gildi sem bætiefni. Það væri verðugt verkefni sér-
fróðra manna að kanna næringargildi og not fjörugróðurs og skelfisks nánar
og meta þátt þessarar matvöru fyrir landsmenn.
í næsta þætti verksins segir frá rekaviði og rekafjörum. Lýst er snilldar-
lega mikilvægi rekaviðar fyrir landsmenn. Aldrei hefur verið svo ítarlega
lýst vinnslu rekaviðar og notum hans. Virðist augljóst, að ekki sé það sagt
út í bláinn af Gísla Oddssyni, að án rekaviðarins væri „úti um byggð vora“.
Rekaviðurinn gegndi miklu hlutverki sem byggingarefni, hann var auk þess
notaður til að smíða úr fjölbreytt áhöld og ílát, svo ekki sé minnzt á þá
orku, sem hann gaf í formi eldiviðar. Það sem maður saknar þama er nán-
ari lýsing á þvf hvaðan rekaviðurinn kemur og hvaða leiðir. Ugglaust er
ekki hlaupið að því að meta í tölum mikilvægi rekaviðarins. Verðmæti hans
verður tæplega reiknað í peningum, fremur en svo margt af hlunnindum
landsins, en óneitanlega væri fróðlegt að rannsaka magn hans á einhverju
tilteknu árabili.
Lokaþáttur verksins er svo helgaður selnum. Þar er öllu er snertir þessa
dýrategund lýst af nákvæmni og kunnáttusemi. í fljótu bragði virðist sem
þar sé flest það rakið, sem máli skiptir um veiðiaðferðir, verkun og not
selsins. Mikill fjöldi mynda og teikninga skýrir margt í frásögn sem vafizt
getur fyrir ókunnugum.
Þessi þáttur verksins kemur ekki eins á óvart og hinir tveir fyrri þættir,
en er þar fyrir ekki síður merkilegur.
Eins og áður segir bíður endanlegt mat á einstökum atriðum verksins síns
tíma. Hér er sagt frá merkilegum hlutum, og við erum margs fróðari um fjöl-
margt í atvinnusögu íslendinga eftir lestur bókarinnar, og um manneldi á
liðnum öldum vitum við meir en áður. En eftir er að fjalla um fiskveiðarnar
og allt sem þeim fylgir, verstöðvar, vertíðir, báta, róður og siglingu, og fjöl-
margt annað.
Ekki er mér kunnugt um, að sambærilegt verk um sjávarhætti sé til í ná-
lægum löndum. Höfundur hefur því orðið að byggja verkið upp frá grunni