Skírnir - 01.01.1981, Side 214
212
MAGNÚS PÉTURSSON
SKÍRNIR
M. I. STEBLIN-KAMENSKIJ
DREVNE-SKANDINAVSKAJA LITERATURA
(Fornnorrænar bókmenntir)
Vyssaja Skola, Moskva 1979
Þessari nýju bók prófessors Steblin-Kamenskijs er ætlað að vera handbók fyr-
ir háskólastúdenta, sem leggja stund á norræn fræði við sovézka háskóla.
Titill hennar er „Fornnorrænar bókmenntir", en burtséð frá sjötta kafla
„Miðaldabókmenntir í Noregi, Svíþjóð og Danmörku" (bls. 145—155) fjallar
bókin að heita má eingöngu um ísienzkar bókmenntir og gæti því eins haft
titiiinn „íslenzkar fornbókmenntir" eða eitthvað slíkt.
Bók þessi einkennist af glöggri heildaryfirsýn yfir efnið, skýrleika og ná-
kvæmni í framsetningu, en hvorttveggja eru einkenni góðrar handbókar.
Jafnframt koma þar glöggt fram persónulegar skoðanir höfundar á eðli ís-
lendingasagna og forníslenzks skáldskapar, sem hlotið hafa lítinn hljóm-
grunn utan Sovétríkjanna. Vissulega eru einnig ræddar aðrar gagnstæðar
skoðanir, en sumum kynni þó að finnast, að í handbók af þessu tagi beri
of mikið á persónulegum skoðunum höfundar. Slíkt verður þó alltaf mats-
atriði. Höfundar setja óhjákvæmilega stimpil á verk sín, hvort sem það er
handbók eða ritgerð um afmarkað efni.
I formála bókarinnar kemur fram, að grundvöllur hennar eru fyrirlestrar
um fornnorrænar bókmenntir, sem höfundur hélt á 30 ára starfsferli sínum
sem prófessor í norrænum fræðum og forstöðumaður rannsóknarstofnunar
norrænna fræða við háskólann í Leningrad. Það kann að skýra að nokkru,
hve persónulegar skoðanir höfundar eru áberandi.
Sérstakt einkenni bókarinnar ber að telja þá tilraun, sem gleggst kemur
fram í fyrsta kafla „Frá rúnaristum til handrita" (bls. 5—30) að leita upp-
runa þess í norrænum bókmenntum, sem aðskilur þær frá fornum bókmennt-
um annarra þjóða. Höfundur byrjar leit sína í rúnaristum þeim, sem varð-
veitzt hafa og rekur þar af mikilli þekkingu á grundvelli ýmissa fornra orð-
mynda þræðina, sem leiða til myndunar hins sérstaka í norrænum bók-
menntum. Hann finnur svipuð atriði einnig i öðrum formum norrænnar
listar, t. d. tréskurði eða steyptum myndum á málmhlutum, sem varðveitzt
hafa. Öll þessi atriði eru ofin saman í heildarmynd af hugar- og hugsana-
heimi þessara fornu tíma. Heildarmyndin verkar mjög sannfærandi, en ekki
er samt fyllilega ljóst, hvað í henni svarar raunverulega til veruleikans og
hvað er eingöngu til í hugmyndaheimi höfundar sjálfs. Samruni snjallra
hugmynda við brotakenndar varðveittar staðreyndir liðinna tíma leiðir
gjarnan til heimsmyndar, sem á lítið skylt við raunveruleikann eins og hann
var. Hér er ekki gott að sjá, hvar mörkin liggja I vel framsettri frásögn höf-
undar.
í öðrum kafla „Eddukvæði" (bls. 31—63) fjallar höfundur af mikilli þekk-
ingu og nákvæmni um efni Eddukvæðanna. Ennfremur rekur hann helztu
kenningar um uppruna þeirra. Hann telur Eddukvæði vera árangur ómeð-