Skírnir - 01.01.1981, Síða 215
SKÍRNIR
RITDÓMAR
213
vitaðrar höfundartilfinningar eins og goðsagnir eru einnig. Þannig telur
hann, að skýra megi hið sérstaka tímaskyn, sem frarn kemur í kvæðunum
og lýsir sér sem „efniskenndur tími“ eða í öðru sérstöku formi. Að áliti
höfundar er hér um að ræða einkenni, sem bókmenntafræðingar hafa veitt
of litla athygli til þessa í umfjöllun sinni um þessi fornu kvæði.
í þriðja kafla „Kveðskapur fornskáldanna" (bls. 64—92) rekur höfundur
nákvæmlega einkenni þessara fornu kvæða, varðveizlu þeirra og lýsir skáld-
skaparmáli þeirra. Mest áberandi er þó (miðað við Eddukvæðin), að kvæði
fornskáldanna eru árangur meðvitaðrar höfundartilfinningar, en þessi til-
finning nær þó ekki til verksins alls, heldur aðeins til forms þess. Fornskáld-
in eru því aðeins höfunclar forms, en ekki innihalds verka sinna.
f fjórða kafla „íslendingasögurnar" (bls. 93—135) rekur höfundur af mik-
illi natni öll atriði, er snerta varðveizlu sagnanna. Hann lýsir einnig inni-
haldi þekktustu íslendingasagna og aðstæðunum, sem þær urðu til við. Þessi
kafli er ritaður af mikilli og einlægri aðdáun gagnvart íslandi og íslenzkri
menningu og er skaði, hve fáir íslendingar geta lesið hann. Einnig er tíður
samanburður við nútímabókmenntir vel til þess fallinn að gera lesandanum
ljóst í hverju hið sérstaka við íslendingasögurnar er fólgið. Þar kemur glöggt
fram það, sem höfundur telur frumlegast við íslendingasögurnar, en það er
að gera ekki mun á raunverulegum og skáldlegum sannleika. Skáldskapur sem
slíkur er því aðeins fyrir hendi í íslendingasögunum í földu forrni, því að
í augum samtíðarmanna þess tíma, er sögurnar voru skráðar og lifðu í munn-
legri geymd, voru þessar sögur raunverulegur sannleikur. Þannig verður
skiljanlegt, að höfundar séu ekki nefndir, enda myndi það hafa strítt gegn
eðli sagnanna, ef einhver hefði farið að telja sig höfund sannrar frásagnar.
Öðruvísu er þessu hins vegar varið með konungasögurnar, sem fjalla um
ríkisheildir þar sem ákveðinn konungur réð fyrir ríkjum. Þær verða því stig
í þróun til sögulegs sannleika, sem síðar meir leiðir til aðskilnaðar á milli
sögulegs og skáldlegs sannleika, eins og hann kemur fram í verkum nú-
tíma höfunda.
Fimmti kafli nefnist „Höfuðdrættir bókmenntalegra vísinda" (bls. 136—
144). Þar sýnir höfundur fram á, að íslenzkar fornbókmenntir falla að mestu
leyti utan við ramma þá og flokkunarkerfi, sem tíðkast í bókmenntasögum
nútímans. Þessi kafli er ákaflega athyglisverður, því að lesandanum verður
ljós andstæðan milli fombókmennta og nútímabókmennta. Sá grundvallar-
munur, sem þar er á milli, skýrist sem hluti af heimsskoðun tveggja ólíkra
tímabila. í þessu sambandi fjallar höfundur einkum um verk Snorra Sturlu-
sonar, sem hann telur millistig í þróuninni frá hinu forna bókmenntavið-
borfi til þess sjónarmiðs, sem ríkir meðal nútímamanna.
í sjöunda kafla „Dansar" (bls. 156—176) fjallar höfundur um dansa og
danskvæði, sem hann telur, að hafi komið fram á sjónarsviðið milli 12. og 14.
aldar. í dönsunum kemur fram. að höfundur og framsögumaður eru óað-
skiljanlegir. Við hverja framsögn umskapast kvæðið að nokkru leyti, enda
er óstöðugleikinn, sem einkennir form danskvæðanna, einkenni alls munn-