Skírnir - 01.01.1981, Síða 216
214
MAGNÚS PÉTURSSON
SKÍRNIR
legs skáldskapar. Leit að höfundi þessara kvæða eða upprunalegu formi
þeirra er þvi hreinasta fjarstæða, því að það gerir ráð fyrir, að kvæðin hafi
alltaf verið til í rituðu formi, en það varð ekki fyrr en löngu síðar. Dans-
kvæði voru hlutfallslega minna útbreidd á íslandi en á hinum Norðurlönd-
unum og er ástæðan til þess sú, að á íslandi veittu rímurnar þeim harða
samkeppni. Höfundur fjallar í áttunda kafla (bls. 177—183) um rímurnar
og lýsir þar eðli þeirra og hinu sérstaka andrúmslofti, sem þær þroskuðust
við, unz þær liðu undir lok. Rímurnar voru aðeins mögulegar, meðan forn-
sögurnar voru lifandi meðal þjóðarinnar, enda dóu þær út sem lifandi skáld-
skapur, þegar fornsögurnar urðu daglegu lífi þjóðarinnar fjarlægari.
Bókinni lýkur með stuttri ritaskrá (bls. 184—187) og efnisskrá (bls. 188—
190) þar sem einnig eru tekin með nöfn forníslenzkra höfunda, sem nefndir
eru í bókinni. Einnig er að finna fjórtán ljósmyndir af fornum listaverkum
og rúnasteinum, sem vitnað er til í bókinni.
í heild má segja, að þessi bók gegni þvf hlutverki, sem henni er ætlað, að
vera handbók og leiðarvísir að forníslenzkum bókmenntum. Menn geta ver-
ið ósammála ýmsum kenningum hennar, en enginn getur efast um hina
miklu þekkingu höfundar á íslenzkum bókmenntum og einlæga aðdáun
hans og virðingu gagnvart fslenzkri menningu.
Magnús Pétursson
SADAO MORITA, KUNISHIRO SUGAWARA
KITA GERUMAN GENGO, BUNGAKU - KODAI CHUSEI
(Norður-germönsk tungumál. Bókmenntir — fornöld, miðaldir)
Oken, Osaka 1977
LIér er um að ræða skrá yfir rit og ritgerðir um norrænar bókmenntir forn-
aldar og miðalda og um norræn tungumál sama tímabils. Bókin er fyrst og
fremst hugsuð sem vinnutæki fyrir vísindamenn, sem fást við norræn fræði.
Höfundar forðast þvf alla dóma um einstök rit og ritgerðir, en láta við sitja
að skrá það sem til er og flokka á sem aðgengilegastan hátt. Flokkunin fer
eftir löndum, þ. e. Svíþjóð, Noregi, íslandi, Danmörku og Færeyjum. Inn-
an hvers lands er síðan flokkað eftir gerð bókmennta og öðrum þáttum allt
eftir því, hvernig efnið liggur fyrir. Þótt þessi ritaskrá fjalli þannig um öll
Norðurlönd nema Finnland (sem ekki hefur sérstakan dálk, þótt rit skrifuð
í Finnlandi sé einnig að finna meðal rita, sem fjalla um bókmenntir og
tungumál hinna Norðurlandanna) eru það samt íslenzkar bókmenntir, sem
taka langstærsta hluta verksins. Má af því greinilega sjá, hvílík áhrif ís-
lenzkar bókmenntir og bókmenntarannsóknir hafa haft meðal fræðimanna
utan landsteinanna.
Höfundar hafa tekið með í bók sína ritgerðir málvísindalegs eðlis, bæði
almennar ritgerðir, og þó sér í lagi ef þeir álíta efni þeirra þannig, að þær