Skírnir - 01.01.1981, Side 218
216
MAGNÚS PÉTURSSON
SKÍRNIR
lesendum íslenzkar þjóðsögur að smekk íslendinga. Ennfremur getur þýð-
andi um það, hve ísland og íslenzk þjóð séu lítið þekkt í Japan, enda þótt
fáeinir fræðimenn þar hafi einbeitt sér að íslenzkum bókmenntum nú í
nokkra áratugi og tii séu þýðingar á Eddukvæðunum og nokkrum fslend-
ingasögum. Þrátt fyrir það má segja, að kynning íslenzkra bókmennta í Jap-
an sé á byrjunarstigi.
Þá getur þýðandi þess, við hverja eríiðleika hann hafi þurft að glíma til
að inna þýðinguna af hendi. Hann hefur haft til samanburðar allar aðrar
þýðingar á önnur mál til að gera samanburð á því, hvernig þýðingavanda-
mál hafi þar verið leyst og finna þar hugmyndir um það, hvernig leysa mætti
þau í japönsku þýðingunni. Hann lýsir samt áhyggjum sínum um, hvort
honum hafi tekizt þýðingin sæmilega. Oft hafi hann orðið að brjóta langar
setningar niður i styttri, og oft hafi hann verið í vafa um, hvort hann ætti
ekki að fella burt eitt eða annað orð til að fá betra mál. Leiðandi stefna hans
í þýðingunni hafi þó verið, að íslenzki textinn kæmi sem greinilegast fram
og því hafi hann oft gripið til þess að þýða orð fyrir orð. Til nánari útskýr-
inga hafi hann sem þýðandi gripið til þess að setja athugasemdir í horn-
klofa inn í textann á viðeigandi stöðum, er hann hafi talið það nauðsynlegt.
Undirritaður getur ekki dæmt um gildi þýðinganna frá málfarslegu sjón-
armiði, en japanskir lesendur, sem leitað var til í því augnamiði að fá dóm
um þetta atriði, hafa sagt, að textinn verki oft ekki eins og óbundið mál,
heldur líkt og ljóð. Það er vissulega ekki undarlegt, því gífurlegur munur
er á íslenzku og japönsku máli. Þegar reynt er að þýða það úr íslenzku orð
fyrir orð, er nánast óhugsandi að fá fram eðlilegt mál á japönsku. Þýðanda
er það vel Ijóst, en hann lætur í ljós þá von, að þessi vandamál muni leysast
í næstu útgáfu.
I bókinni eru þýddar 62 þjóðsögur af ýmsum gerðum og er þar að finna
ýmsar þær þekktustu meðal íslenzkra þjóðsagna. Bókin kemur út í bóka-
flokki, sem nefnist „Munnmælasögur heimsins" (— Sekai Minkan Bungei
Sosho) og er frágangur hennar alveg til fyrirmyndar eins og raunar yfirleitt
á japönskum bókum. Bókin er myndskreytt með ýmsum myndum og teikn-
ingum úr efni þjóðsagnanna. Auk þess er þar kort af Islandi og mynd af
Jóni Árnasyni þjóðsagnasafnara.
Þýðanda og útgefanda ber að þakka mikið framlag til kynningar á íslandi
og íslenzkri menningu, sem er ómetanlegt og mun hafa langvarandi áhrif
í þessum fjarlæga heimshluta.
Magnús Pétursson