Skírnir - 01.01.1981, Qupperneq 219
SKÍRNIR
RITDÓMAR
217
HANNES PÉTURSSON
KVÆÐAFYLGSNI
Um skáldskap eftir Jónas Hallgrímsson
Iðunn, Reykjavík 1979
Við lestur þessarar afbragðsvel skrifuðu og skemmtilegu bókar eru það tví-
eggjuð vonbrigði að komast að raun um hve lítt hún upplýsir mann um það
sem hugur stendur helst til, það er að segja „um skáldskap eftir Jónas Hall-
grímsson". Þessi undirtitill á verki Hannesar Péturssonar er í raun næsta
óviðeigandi, því þó bókin búi yfir ótal fróðleiksmolum, er hún ekki auðugur
garður fyrir þann sem nálgast hana sem skáldskapargagnrýni og framlag til
bókmenntarannsókna. „Allt er þetta einskonar ljóðlistarfræði", segir höfund-
ur um þessar tólf ritgerðir sínar, „En um leið blandað miklu af ævisögulegu
efni“ (Þjv. 12. 10. 1979). Þessu er þó í flestum tilfellum þveröfugt farið og
er einkar athyglisvert að skoða rannsóknir höfundar frá sjónarhóli bók-
menntalegrar aðferðafræði.
í grein um þetta verk flokkar Árni Bergmann það til stefnu í bókmennta-
fræðum sem hann kallar „gjörgæsluskóla" (Þjóðv. 15.11. 1979) og telur hafa
sett hvað sterkastan svip á klassíska fílólógíu. Samkvæmt stefnu þessari er
áhersla lögð á að draga fram allt það sem veita kynni upplýsingar um höf-
undinn og tilurð verka hans; beinist athyglin þá hvað helst að ævisögu höf-
undarins og reynt er að skoða verk hans í Ijósi hennar. Aðferð þessi er yfir-
leitt nefnd ævisöguleg, eða þá pósitívísk. Innan rannsókna á íslenskum
seinni tíma bókmenntum hefur lengi mátt greina ríka hefð sem er mjög í
anda fyrrnefndrar stefnu (mætti ætla að hún sé í takt við ævisagnaþorsta ís-
lendinga) og tilheyrir verk Hannesar henni í öllum megindráttum. Á sín-
um tíma deildu blaðagagnrýnendur nokkuð á Hannes fyrir aðferðir hans í
þessu riti; leiddi það til „Andsvara" hans (Dagblaðið 3. 12. 1979) sem vikið
verður að síðar í þessari grein.
Að áliti Hannesar má ekki ofmeta tengsl milli skáldskapar Jónasar annars
vegar og „þjóðarhags og þjóðarlíðanar" liins vegar. Ýmis „fylgsni" séu í
kvæðum skáldsins, mjög njörvuð „einkalegum skírskotunum" (Kvæðafylgsni,
bls. 8—9). í samræmi við þetta heldur „leitarmaðurinn", en svo nefnir höf-
undur sig (127), frá þessum „kvæðafylgsnum" inn í æviferil og einkalíf Jón-
asar til að leita skýringa á þeim. Verður ekki annað séð en þessi fylgsnarann-
sókn sé hið eina sem bindur ritgerðirnar saman, þó svo höfundur hafi nefnt
þær „bálk sem gengur í gegnum hans skáldskap" (Þjóðv. 12. 10. 1979). Eru
þessi fylgsni þó hvergi nærri öll af skyldum toga, ekki er ætíð um að ræða
„kvcikjur" kvæðanna, heldur einnig óvissu varðandi aldur þeirra, túlkun-
aratriði, illlæsileg orð í eiginhandritum og fleira.
í fyrstu ritgerðinni, „Svartir eru möskvar", er æskukvæði Jónasar, Galdra-
veiðin, til umfjöllunar. Eftir að hafa sýnt fram á hversu mikið Jónas sækir
til Eddukvæða og Gylfaginningar í þetta ljóð, fer Hannes löngu máli um
dularfulla atburði í Öxnadal 1828 sem hann telur uppsprettu og bakgrunn