Skírnir - 01.01.1981, Page 221
SIÝÍRNIR
RITDÓMAR
219
ar þetta jafnframt ríkjandi einkenni á vetki Hannesar. í smásmugulegri
fróðleiksfýsn um líf og hætti skáldsins og hugleiðingum tengdum þessu fjar-
lægist hann sjálfan skáldskapinn, ljóðin eins og þau koma lesanda fyrir sjónir.
Gott dæmi er þátturinn um „gestagluggann" í Óhræsinu. Allt mál Hannesar
þar snertir lítið stöðu þessa orðs í sjálfu kvæðinu. Tokaummæli höfundar
um hina hárbeittu og kaldhæðnu notkun Jónasar á orðinu standast full-
komlega án þeirra munnmæla- og ferðahugleiðinga sem á undan hafa farið.
Hannesi er rnjög hugað um Heklumynd Jónasar í Gunnarshólma og telur
sýnir skáldsins hafa verið skrumskældar í túlkunum „og liann sjálfur gerður
að viðundri í náttúrufræðum" (65). Höfundur telur alrangt að skýra vísu-
orðin
I ógna djúpi, hörðum vafin dróma,
skelfing og dauði dvelja langar stundir
með „vísun til þjóðtrúar um helvíti undir niðri í Heklu" (65); hér eigi skáld-
ið við hið mikla ógnar- og eyðingarafl sem í fjallinu búi. Hví má ekki líta
svo á að skáldið hafi livort tveggja í huga og myndin sé þannig tvíræð eða
tvívísandi, verður hún ekki einmitt þeim mun ríkari fyrir bragðið? Að auki
samræmist það því rökrétta áliti Hannesar að Jónas sé eigi ætíð svo blátt
áfram og auðskilinn sem margir ætla.
Einnig finnst Hannesi forkastanleg sú skoðun að „hrafntinnuþök" Jón-
asar séu í sjálfu Heklufjalli; þó skáldið gengi aldrei á fjallið hljóti það að
hafa kunnað nógu mikið fyrir sér til að forðast svo ósanna ljóðmynd. Hann-
es vill færa þök þessi yfir á Hrafntinnuhraun og þó svo Jónas hafi það aldrei
augum litið og hin glæsta mynd fái í veruleikanum hvergi staðist þar, telur
höfundur þá Ijóðrænu hugarsýn fullkomlega réttlætanlega í listrænum skiln-
ingi. Hannes verður þannig sjálfum sér ósamkvæmur í togstreitu milli stað-
reyndafærslu sinnar og afstöðu til ljóðrænnar sköpunar.
Hannes sýnir á sér margar hliðar í skrifum sínum og kemur þetta einkar
vel í ljós í ritgerðinni „Höndin haga“ um kvæðið Á gömlu leiði 1841. Eftir
að hafa rakið bakgrunnssögu þessa kvæðis, kemur Hannes nokkuð á óvart
með því að benda á hin sterku tengsl þjóðlífs og einkahags í æviörlögum
Jóns Kærnesteds, en slík tengsl í lífi Jónasar verða honum hvergi athugun-
arefni. í seinni hluta þessarar greinar kemur síðan túlkunarhæfni Hannesar
glöggt í ljós er hann skýrir eftirfarandi líkingarmynd:
eins létt og draga hvítt á völlu
smámeyjar fagurspunnið lín.
í líki smámeyja sér hann köngulær og endurspeglar þá heildarmyndin full-
komlega ljóðrænt horf Jónasar við hinni „miklu smábarnahjörð móður jarð-
ar“. Vert er að benda á að túlkun þessi, sem þvf miður telst til undantekn-
inga í verki höfundar, markast af samanburði við annan kveðskap Jónasar,
en skýrist ekki með vísun til einhvers tiltekins æviatriðis hans.
Lengsta ritgerðin í safninu fjallar um „Aldur Ferðaloka", drjúgt mál sem