Skírnir - 01.01.1981, Blaðsíða 222
220
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON
SKÍRNIR
hvorki skilar miklum afrakstri né staðfestu. Svo virðist sem Ferðalok verði
ekki tímasett með neinni vissu; rök Hannesar sýnast mjög gild, en engu síð-
ur má benda á haldgóð mótrök Helga Hálfdanarsonar (Morgunbl. 30.11.
1979). En hvers virði er slík aldursákvörðun fyrir kvæðið sem bókmennta-
verk? Hannes hefur velt þessari spurningu fyrir sér að einhverju leyti og út-
listunin á afstöðu hans virðist afhjúpa aðferðaþverstæðu í bókmenntarann-
sóknum. Hann segir um kvæðið að „þótt listgildi þess sé óháð bókmennta-
fræðilegri aldursákvörðun, varðar hún miklu hvern þann sem leiðir hugann
að skáldskapariðkun Jónasar, ,sögu‘ hugsunar hans og tilfinningalífs" (151).
Hvers konar bókmenntagagnrýni er það sem horfir fram hjá verkinu og list-
gildi þess í rannsókn á sjálfri persónu skáldsins? Eða er eftir allt saman ekki
verið að skrifa „um skáldskap eftir Jónas Hallgrímsson", er hér ekki um
„ljóðlistarfræði" að ræða? Ef Ijóðlistarfræði Hannesar er óháð listgildi við-
komandi verka, þá er hann kominn út fyrir ramma bókmenntaumræðu. —
í þessari ritgerð bregður Hannes þó einnig fyrir sig eiginlegri bókmennta-
umfjöllun; hann ræðir um afstöðu Jónasar gagnvart Bjarna Thorarensen,
Grími Thomsen og Heinrich Heine (172—183; athyglisverður er einnig sam-
anburðurinn á Ferðalokum og Sigrúnarljóðum, 183—186) og drepur þar á
mikilsverð atriði varðandi stöðu Jónasar sem rómantísks skálds. Þessi um-
fjöllun virðist þó eingöngu vera til staðar aldursákvörðunarinnar vegna.
Síðasta æviskeið skáldsins er, sem fyrr segir, Hannesi sérstaklega hugleikið
og álítur hann það jafnframt hápunktinn á skáldferli Jónasar (212). Er aug-
ljóst að höfundur telur grundvallaratriði að grafast fyrir um líðan skáldsins
og tilfinningalíf á þessum árum. Ugglaust hefur Hannes rétt fyrir sér í því
að lífsafstaða Jónasar á þessu tímabili birtist sérdeilis vel í kvæðinu Að vaði
liggur leiðin, sem og í Líkur sínum, Einbúanum, Á nýársdag 1845 og fleiri
Ijóðum. í ritgerðinni „Ofar vaðinu" segir Hannes um fyrstnefnda kvæðið að
það bendi „svo ákveðið til einkamála Jónasar, að pólitísk ádeila verður hjá-
róma“. Samanburðarmynd Ijóðsins lúti að „lífsvanda Jónasar sjálfs", sé
„existentiel" (212). Þótt rétt sé að ýmis kvæða Jónasar frá síðustu æviárunum
lúti að lífsvanda hans sjálfs, hlýtur það að teljast skammsýni að einbinda þau
við einkamál skáldsins. Vafalítið hefur staða Jónasar í brennivíns- og bind-
indismálunum í Kaupmannahöfn verið hlutatilefni sumra Ijóðanna frá fyrr-
töldum árum. Það er hins vegar í hæsta máta furðuvekjandi að Hannes skuli
virða að vettugi almennari skírskotun kvæða eins og Að vaði liggur leiðin.
Réttilega nefnir hann það „existentiel", en tilvistarjátning sú sem í kvæðinu
birtist vísar engu síður út fyrir aðstæður Jónasar og líf. Kvæðið má líta heim-
spekilegum augum, og því skyldi ekki einnig mega ætla að Jónas sé að fjalla
um afstöðu skáldsins gagnvart þjóðfélaginu? Hið sama má segja um kvæðið
Á nýársdag 1845.
Síðasti þáttur bókarinnar, „Leiðarljóð", er lítið breytt ritsmíð úr Skími
1968 og fjallar um Leiðarljóð til Herra Jóns Sigurðssonar alþingismanns.
Hannes er þar framar öðru í mun að rökfæra að með niðurlagsorðum kvæð-
isins hafi skáldið ekki verið að senda Jóni sneið vegna afstöðu hins síðar-