Skírnir - 01.01.1981, Page 224
222
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON
SKÍRNIR
og hugmyndaheim hans skipta miklu vegna þess að Jónas sé staddur í „mið-
punkti tungunnar". Hið síðastnefnda er vonandi rétt og sammála er ég Hann-
esi um mikilvægi þeirra kvæða sem hann gengur út frá. En þó persóna
Jónasar sé ærið hnýsileg, skiptir lesandann höfuðmáli hvernig skáldið og
hugmyndaheimur þess birtast i kvœðunum.
Rannsóknaraðferð höfur.dar markar að sjálfsögðu alla túlkun hans. Mig
undrar að eitt fremsta og hugkvæmasta ljóðskáld þjóðarinnar skuli taka svo
þrönga afstöðu til Ijóðatúlkunar sem raun ber vitni. I samræmi við orð þau
sem höfð voru eftir Hannesi hér að ofan, minnist hann í Kvceðafylgsnum
á hættuna við að sjá „annað en skáldið eygði“ (62). Hannes er hér fastur í
viðjum húmanísk-pósitívískrar túlkunarfræði sem gerir ráð fyrir fullu ,,sak-
leysi" verksins og höfundarins og telur að hægt sé að bregða upp hans aug-
um í skoðun verksins. En enginn lesandi getur talið sjálfan sig í vissu um
það sem höfundurinn (meðvitað og ómeðvitað) „sá“ er hann skóp skáld-
verkið. Lesandinn er óhjákvæmilega móttakandi og stendur hinum megin við
verkið; slíkt er grundvöllur túlkunar og um leið ákveðins túlkunarfrelsis.
Bókmenntaverk hefur vissulega oft að geyma einkalegar ávísanir höfund-
ar gagnvart eigin lífi. Þær geta þó aldrei myndað meira en einn af mörgum
þáttum verksins og bókmenntarýni verður býsna fátækleg ef hún einskorðar
sig við hann. Að sínu leyti hefur Hannes rétt fyrir sér er hann segir að ekki
megi „ofmeta" tengsl skáldverks við „þjóðarhag og þjóðarlíðan", þ.e.a.s. ekki
má heldur einblína á þá þætti verksins. Samskeyttar þessum þáttum eru svo
ótal skírskotanir heimspekilegs, sálfræðilegs, siðferðilegs og almenns eðlis.
Skáldverk hafa og vísanir til og taka afstöðu (beina og óbeina) til sjálfs sín,
annarra verka, bókmenntagreinarinnar eða jafnvel skáldskaparins í heild,
sem og til hlutverks skáldsins og tungumálsins sem það beitir. Allir þessir
þættir verða seint upp taldir, en ásamt stíl, formi og byggingu mynda þeir
formgerð verksins. Hún er svo aftur háð tíma og aðstæðum er ríkja við mót-
töku verksins.
Bókmenntagagnrýni sem fjalla vill um listgildi verks hlýtur að stunda
einhverja formgerðargreiningu, en slíkt er fátítt í verki því sem hér hefur
verið til umræðu. — Lesandi býr við túlkunarfrelsi að svo miklu leyti sem
formgerð verksins leyfir (það markast m.a. af innbyrðis tengslum hinna ýmsu
sviða sem verkið skarast inn á) og á þetta ekki hvað síst við um ljóðið. Lesand-
inn þarf að gera sér grein fyrir og kryfja margbreytni og margvísun þess og
skoða þætti þess hvern í ljósi annars. Þannig á lesandi þátt í að „skapa"
tengsl þau sem verkið byggist upp á. Hið listræna ríkidæmi takmarkast síður
en svo við verkið eins og það kemur frá hendi skáldsins, heldur verður að
meðtaka það, auka og umskapa í túlkunarnálgun hvers einstaks lesanda og
gagnrýnanda. Með þetta í huga er vænlegt að skoða skáldskap Jónasar Hall-
grímssonar úr okkar dtt, úr þessum tíma — þá mun hann lifa áfram í „mið-
punkti tungunnar".
Ástrdður Evsteinsson