Skírnir - 01.01.1981, Síða 225
SKÍRNIR
RITDÓMAR
223
SILJA AÐALSTEINSDÓTTIR
ÍSLENSKAR BARNABÆKUR
Mál og Menning, Reykjavík 1981
Útgáfa á ritum um bókmenntasöguleg efni hefur tekið nokkurn fjörkipp á
síðustu misserum. Það er eðlilegt, hér f landi er starfandi stór hópur karla
og kvenna sem lifir af bókmenntarannsóknum. Bókmenntaumræðan 1 land-
inu er sívirk meðal almennings og í blöðum og tímaritum. Skólakerfi okk-
ar veitir æ betri þjálfun í lestri bókmennta, oft á kostnað þeirrar þjálfunar
sem nemendum er nauðsynleg í tjáningu eigin hugsana, jafnt munnlega sem
skriflega. Vaxandi þekking á orðsins list gerir fjöldann vonandi betur um-
kominn að meta af eigin hyggjuviti það sem á boðstólum er af bókmennt-
um hverju sinni.
í riti Silju Aðalsteinsdóttur: íslenskar barnabækur er í fyrsta skipti fáan-
legt yfirlit um bókmenntagrein sem til þessa hefur ekki verið virt og metin
til jafns við aðrar. Rit Silju markar á vissan hátt tímamót í rannsóknasögu
íslenskra fræða. Loksins virðist menning barnanna í landinu vera að komast
í sjónmál.
Silju ætti að vera óþarft að kynna. Hún hóf fræðimannsferil sinn með rit-
gerð urn þjóðfélagsmynd barnabóka frá árabilinu 1960 til 1970 (Studia Is-
landica, 35, 1976). Síðan hefur hún haldið ótrauð áfram rannsóknum á barna-
bókum, jafnframt kennslu, almennum fyrirlestrum og skrifum í blöð. I þessu
riti gefur hún lesanda yfirlit um frumsamdar barnabækur á íslandi, en læt-
ur bókmenningu barna að öðru leyti afskiptalausa, hér eru því undanskildir
mikilvægir þættir í bóklestri barna: þýddar barnabækur eftir 1900, innlend
og erlend barnablöð, námsbækur og það sem börn seilast í af lesefni fullorð-
inna. Ekki má heldur gleyma því efni sem lifir á vörurn þeirra: dægurlögum
og þjóðvísum, barnaleikjum, skrýtlum og orðatiltækjum, skrift á veggjum og
þjóðsögum okkar tima.
Silja fer í fótspor erlendra fræðimanna í þessu riti. Hún vitnar hiklaust
til ýmissa, sækir mest til norrænna starfsbræðra sinna og systra en í þeim
löndum hafa verið saman settar bækur ekki ósvipaðar þessari. Hún er vönd
að tilvitnunum, birtir jafnan neðanmáls tilvitnun á frummáli, svo hver les-
andi getur borið saman. í ýmsu hefur Silja stoð af verkum þessa fólks, eink-
um þegar kemur að almennum skilgreiningum á srnærri tegundunr barna-
bókmennta. Það hefur auðveldað henni verkið sem nóg var fyrir og setur
barnabækur okkar í það alþjóðlega samhengi sem Silja vill skoða bókmennt-
irnar í.
Rit Silju hefur mjög skýran boðskap að flytja lesendum, áherslan á
þennan boðskap kann að villa mönnum sýn. Tilgangurinn með þessu rit-
verki er ekki einn. Silja segir bókina samda til að bæta úr skorti á slíku
yfirlitsriti, fyrst og fremst við skóla landsins. Hún segir líka að það megi
nota sem uppflettirit, þá einkum fyrir þá sem uppeldi annast. Rétt er