Skírnir - 01.01.1981, Qupperneq 227
SKÍRNIR
RITDÓMAR
225
spennu- og afþreyingarskáldskap. Höfundar hér heima grípa þá til þess
óyndisúrræðis að stæla þann varning sem best selst og hverfa um leið frá
þeirri hefð sem hér hafði ríkt um nokkurt skeið, raunsæi og gagnrýni í skáld-
skap. Silja orðar það svo: „/.../ sérstæð, innlend barnabókaritun eflist og
þróast að hámarki og lognast svo út af, en við tekur allt önnur gerð skáld-
sagna handa börnum og unglingum, furðuskyndilega." (14) Þetta telur hún
það „nýstárlegasta" sem rit hennar hefur fram að færa. Þessi átök um
markaðinn eru „þungamiðja þessa rits“ segir höfundurinn. (15) Þar er ég
ekki sammála: átökin milli erlendra og innlendra bókmennta á markaði hér-
lendis eru ókannað mál, vilji menn leita að uppruna þessara breytinga. Þær
hljóta að liggja í fjármagnsþurrð í prentiðnaði hérlendis. Athyglisvert er að
fyrstu árin eftir stríð urðu töluverðar breytingar á tækjabúnaði prentiðnað-
arins. Þá hófust líka til vegs margar þær útgáfur sem hér voru ráðandi um
næstu áratugi. Átök milli innlendra og erlendra barnabókmennta eru ekki
annað en yfirborðshræringar á stærra sviði. Erlendar barnabækur verða ráð-
andi vegna þess að þær gefa eigendum framleiðslutækjanna mest i aðra hönd.
Hver maður getur séð hvernig markaður fyrir bókmenntir víkkaði út eftir
stríðið. Það er ekkert nýstárlegt.
Það er ef til vill til of mikils mælst að óska eftir einhverri auðmagnsgrein-
ingu í barnabókmenntasögu, en Silja vill skoða söguna sem baráttu um auð-
rnagn og völd. Menningin er háð því hver fer með völdin og hver hefur auð-
magnið. Mér þykir því skjóta nokkuð skökku við, þegar hún lætur undir
höfuð leggjast í krufningu á þungamiðju bókar sinnar að skoða eða spá í
þau efnahagslegu öfl sem réðu öllu um þessa þróun.
Það sem er nýstárlegt við bókina er að hún gefur upplýsingar um þessa
vanvirtu grein bókmennta. Þar er að finna gott yfirlit um stöðu sagnaskáld-
skapar fyrir börn. Silja flokkar hann niður bæði eftir efni og tíma. Hún
gerir líka grein fyrir ljóðum, leikritum og myndabókum fyrir börn, þó þessi
form bókmenntanna verði útundan, meginviðfangsefni Silju er sagnaskáld-
skapur. Þungamiðja bókarinnar er að þar má sjá í útdráttum og tilvitnunum
úr barnabókum hvernig höfundar hafa af veikum mætti reynt að skýra það
líf sem þrífst f landinu, oftast með raunsæju móti, án þess að hafa erindi sem
erfiði. Athugasemdir og gagnrýni Silju koma lesanda á þessa slóð, en best
vitna þó verk þeirra sjálfra um hvernig til hefur tekist.
Barnabækur eru alltaf skrifaðar til uppeldis lesanda — hann kann að hafa
skemmtun af lestri þeirra, en boðskap má finna í öllum bókum. Misjafnt er
hvað höfundar ganga hreint til verks, sumir lialda hindurvitnum að ungum
lesendum með bros á vör og í góðum tilgangi. Aðrir kunna að koma á fram-
færi þeim boðskap sem þeir síst vildu tjá ungum lesendum. Silja hefur
einkum áhuga á þeim hugmyndum sem barnabækur flytja. Hún er næsta
jarðbundin í leit sinni: henni er annt um þjóðernisboðun, hún vill jafnrétti
karla og kvenna, hún leitar að stéttarstöðu þeirra barna sem sagt er frá. Hún
vill að bókmenntir afhjúpi lífshætti, bendi vægðarlaust á það sem miður
fer og kenni hvernig bæta má úr. Hún er andsnúin þeim sem vilja vernda
15