Skírnir - 01.01.1981, Síða 231
SKÍRNIR
RITDÓMAR
229
Jónsson kennari samdi nokkur smásagnasöfn fyrir börn á fyrstu áratugunr
aldarinnar. í einu þeirra er saga sem heitir Sett hjá. Silja segir hana tæplega
barnasögu: „/.../ hún er mjög harkaleg lýsing á kjörum blásnauðra hjóna í
Reykjavík með hvössum ádeilubroddi. Niðurstaðan af umræðu sögunnar er
sú að þrátt fyrir kosningarétt og kjörgengi þá fáist ekkert jafnrétti fyrr en
maður er dauður." (129) Slíkt má ekki hafa fyrir börnum eða hvað?
Sögur sem þessi eru engar venjulegar hvunndagssögur. Þær eru blákalt
raunsæi og ættu efnis og stíis vegna betur heima með öðrum álíka smásög-
um, dýrasögunum sem er að finna með þjóðsögum og ævintýrum í yfirliti
Silju.
í sjöunda hluta fjallar Silja svo um unglingaskáldsögur. Ritunartími þeirra
er frá kreppu til upphafs viðreisnar. Hér er að finna þær skáldsögur sem
falla næst hugmyndum okkar um slíkar bókmenntir, sögur sem lýsa þróun
einnar persónu eða fleiri. Silja lítur á allt sem á undan er gengið „eins og
það hafi verið nokkurs konar upphitun og undanfari stærri tíðinda." (13)
Til að skapa hæfilegt ris í bókmenntasögunni grípur hún til aldagamalla
hugmynda: fyrstir í þróuninni koma „brautryðjendur", síðan koma „meist-
arar" og síðastir „lærisveinar". Tími „meistaranna" er vitaskuld „blóma-
skeið" og „gullöld", og x' þeirra hópi er Stefán Jónsson frelsarinn. Það
er undur furðulegt að sjá samankomna þessa gömlu söguspeki, félagslega
sinnaða rithöfunda og þeirra ágæta skáldskap með allri sinni gagnrýni og
vinstri sinnaðan bókmenntafræðing. En þessi gamli draugur er þaulsætinn í
vitund þjóðarinnar. Silja býr ekki ein að því. Söguskilningur er almennt
hlaðinn þessari bábilju, en hér þjónar hún kenningu höfundar um ris og
hnig þjóðlegra raunsæisbókmennta. Þær hverfa svo „furðuskyndilega" og í
stað þeirra koma útlendar lygisögur. Þjóðin gengur á hönd erlendu valdi,
lifir í velmegun og vanrækir varanlegri verðmæti. Kannast ekki allir við
gripinn?
Þrátt fyrir þennan galla er greinargerð Silju um þessa tegund barnabóka
einkar vandlega unnið verk. Hér hefur hún greinilega unað sér best við
skriftirnar. Hún segir ýtarlega frá verkum þeirra sem hlut eiga að máli,
xekur þróun þeirra frá einu stórvirkinu til annars; Stefán, Ragnheiður og
Margrét taka mest rúm í frásögn hennar, þó aðrir höfundar fái hér réttláta
meðferð, þar á rneðal Gunnar M. Magnúss, Loftur Guðmundsson og Stefán
Júlíusson. Allir þessir höfundar sömdu á þessu tímabili ágætar bækur sem
enn eiga fullt erindi við þennan aldurshóp, ekki síst vegna þess að þær
rekja flestar þroskaskeið sem þrátt fyrir breytta samfélagshætti er ætíð hið
sama í upplifun unglingsins.
Silja rekur upphaf þessara höfunda margra til Austurbæjarskólans, þar
sem þeir unnu fyrir brauði sínu. Hún reynir að tengja saman róttækar
skoðanir í uppeldismálum og skáldskapinn, reynir þannig að búa til sam-
fylkingu höfunda sem líklega hefur ekki verið til. Það er villandi, og þó þeir
hafi starfað á sama vettvangi eru persónuleg einkenni þeirra sem höfunda,
hvers og eins, nóg til að vitna gegn slíkri kenningu. Það sem tengir þá sarnan