Skírnir - 01.01.1981, Page 233
SKÍRNIR
RITDÓMAR
231
aðrir ámóta eftirapar íslenskir eru komnir í flokk með þessu hyski. Það er
ekki að ástæðulausu. Silja tekur önnur stílvopn í notkun þegar hún er að
skoða þessa innlendu texta en hún notar í öðrum hlutum bókarinnar. En
rök hennar eru vel hugsuð. Hún hallmælir hvergi höfundum þessara bók-
mennta en lýsir verkum þeirra tæpitungulaust. Vitaskuld er mest af þessu
efni innihaldslaus froða, og sé þar innihald að fá er það markað afturhakl-
sömum þankagangi og asnalegum misskilningi höfunda um hlutverk sitt í
lífinu. Því það er gállinn á íslenskum afþreyingarritum að þau eru oftast
illa sögð.
Hinu er ekki að leyna að lengi má deila um hlutverk bók af þessu tagi.
Silja aðhyllist í því máli sömu skoðanir og Hannes Finnsson hafði á ævintýr-
um og þjóðsögum. Þetta er „siðgæðisins ólyfjan og bráðasta eitur" í hennar
huga. En hlutverk bóka af þessu tagi er ekki ólíkt því sem ævintýri og þjóð-
sögur sinntu í fyrndinni. Og það ber ekki að lasta. Bækur af þessu tagi eru
lesendum stundarafþreying. Þeir gleypa þær sálarlaust, án íhugunar, en láta
eftir þeirri spennu sem þær bjóða upp á. Og hennar er vant í heimi þessara
lesenda. Því þykir mér skorta nokkuð á umburðarlyndi og víðsýni í um-
fjöllun Silju um þennan flokk bókmennta, sem er þegar betur er skoðað
nokkurs konar ruslakista þar sem öllu er kastað sem ekki passar mátulega í
flokk bernskuminninga, hvunndagssagna og raunsærra unglingabókmennta.
Höfundahópurinn sem stendur að framleiðslu þessara bóka flækist líka yfir í
síðasta hluta verksins, þann tólfta sem segir sögu síðasta áratugar. Það er
að vissu leyti til marks um að bókmenntir af þessu tagi séu ekki lengur á
framfæri annarra hér á landi en gróðafíkinna bókaútgefenda og foreldra
sem kaupa slík rit fyrir börn sín. Tími innlendrar afþreyingar virðist vera
liðinn, nóg er samt framboðið af útlendum bókum af þessu tagi.
íslenskir höfundar verða að skapa bókmenntir sem geta keppt við þessa
vöru og haft betur. Spennusögur, hvort sem þær greina frá svaðilförum og
afrekum, tilhugalífi og ástum, geta menn sett saman af einhverri skynsemi og
list. Þær þurfa ekki að vera mannhatur mestan part. Silja gerir nokkra tilraun
í síðasta hlutanum til að spá um framtíð barnabókaritunar hérlendis. Hún
hikar ekki við að kveða harða dóina yfir ungum höfundum, en hér á landi
eru ungir höfundar flestir á fertugsaldri, Njörður P. Njarðvík og Guðrún
Helgadóttir fá hér gagnrýni sem þeim hefði rerið holl fyrr. Sú sviplausa
millistétt sem trónað hefur í bókum þeirra og margra annarra má gjaman
fara að víkja fyrir líflegra mannfólki úr fleiri stéttum og öðrum landshlut-
um. Silja vill kalla ríkjandi stíl í barnabókum síðustu ára „nýtt raunsæi".
Þetta heiti er orðið fast í bókmenntaumræðu hérlendis, þó livergi hafi það
verið borið saman við hið eldra, hvergi skilgreint að gagni, enda fánýtur til-
búningur. Á því timaskeiði sem afþreyingin var alls ráðandi í barnabókaút-
gáfu hér, var skáldsagnaritun öll drepin í dróma. Rithöfundar voru að fást við
ný frásagnarform við takmarkaða lýðhylli. Þeir hurfu frá þessari stefnu og
fóru á nýjan leik að skrifa beinar frásagnir með röklegum þræði og hefð-
bundinni persónusköpun. Við erum enn að súpa seyðið af þessari afturhald-