Skírnir - 01.01.1984, Side 12
SIGURÐUR LÍNDAL
8
SKÍRNIR
an, hafið og stjörnurnar; hún birtist í 3. hefti 6. árgangs ritsins.
í sama árgangi birtust einnig ljóð eftir hann.
Þetta mátti kallast góð byrjun á skáldaferli kornungs manns,
en hver sem ástæðan kann að vera birti hann ekkert af skáld-
skap eftir að hann lauk námi og ekki er vitað hvort hann fékkst
við þá iðju. Ritstörf lians urðu á öðrum vettvangi.
Frá hendi Ólafs komu þessar bækur frumsamdar:
Karlar eins og ég, æviminningar Brynjólfs Jóhannessonar leik-
ara, sem bókaforlagið Setberg gaf út árið 1966.
Líka líf, greinar um samtímabókmenntir, kom út hjá bókafor-
laginu Iðunni 1979. Þar eru greinar um skáldverk 20 íslenzkra
höfunda ásamt yfirlitsgreinum um bókmenntir á tilteknum tíma-
bilum, úrval sem áður hafði birzt í blöðum og tímaritum.
Bcekur og lesendur: um lestrarvenjur, Studia Islandica, íslenzk
fræði 40 (Rv. 1982), en heimspekideild háskólans og Bókaút-
gáfa Menningarsjóðs standa að þeirri ritröð. Að þessu riti verður
stuttlega vikið síðar.
Þá fékkst Ólafur nokkuð við þýðingar. Eftir sænska höfundinn
Per Olof Sundman þýddi hann bækurnar Loftsiglingin, sem
kom út lijá Almenna bókafélaginu 1968, og Tveir dagar, tvœr
nœtur sem sama forlag gaf út 1979.
Eftirtöldum sakamálasögum eftir sænsku rithöfundana Maj
Sjöwall og Per Wahlöö sneri hann á íslenzku, en þær komu út á
vegum Máls og menningar: Löggan sem hló (skáldsaga um glæp
4) 1979; Brunabíllinn sem týndist (skálclsaga um glæp 5) 1980;
Pólís, Pólis (skáldsaga um glæp 6) 1980; Maður uppi á þaki
(skáldsaga um glæp 7) 1981; Luktar dyr (skáldsaga um glæp 8)
1982 og Lögreglumorð (skáldsaga um glæp 9) 1983.
Ennfremur þýddi hann skáldsöguna: Brennuvegur 8, Brennu,
simi 35 eftir Henrik Tikkanen, sem Iðunn gaf út 1982.
Þessi útvarpsleikrit þýddi Ólafur: Zhykov-fólkið eftir Maxim
Gorki, flutt 1959, Hanastél eftir Philip Levin 1960, Maðurinn
sem seldi konu sina eftir David Tutaév 1961, Þrátt fyrir myrkrið
eftir Clifford Odets 1962 og Stef með tilbrigðum eftir Herbert
Grevenius 1966.
Loks er þess að geta að hann sá um útgáfu á ritgerðum Ásgeirs
Hjartarsonar um leikhúsmál. Kom safnið út á vegum Iðunnar