Skírnir - 01.01.1984, Blaðsíða 47
SKÍRNIR
BÓKMENNTIR OG ÞYÐINGAR
43
. . . far um að þræða ensku hans eftir föngum, á einstöku stað hefur jafnvel
sá kostur verið upp tekinn að þrengja dálítið að íslenzkunni lieldur en mis-
gera að ráði við stíl frumtextans, þar sem ónákvæmni i útleggingu í stað-
inn fyrir of harðsnúna íslensku hefðu verið vafasöm kaup. Jafnvel greinar-
merkjaskipun frumtextans hefur verið fylgt eins og kostur var.(7)
Halldór hallast því í þessu efni að formlegu jafngildi eins og
margir þeir þýðendur lrljóta að gera sem eru sér meðvitaðir um
mikilvægan stíl frumtexta. Hemingway er þekktur fyrir einfaldan
orðaforða sinn og þær knöppu, tilgerðarlausu málsgreinar sem
hann smíðar úr honum, þar sem hvert orð á að fela í sér hráa,
eða kannski frekar „harðsoðna" og hlutlæga veruleikalýsingu. En
hann skrifar einnig gríðarlangar málsgreinar þar sem hann
þyrpir saman skynjanalýsingum, oft með miklum stílhraða.
Lítum á dæmi um þessar tvær tegundir málsgreina hans — sem
hér standa raunar saman á áhrifamikinn hátt — og skoðum þýð-
ingu Halldórs:
People lived on in it and there were
hospitals and cafés and artillery up
side streets and two bawdy houses,
one for troops and one for officers,
and with the end of the summer,
the cool nights, the fighting in the
mountains beyond the town, the
shell-marked iron of the railway
bridge, the smashed tunnel by the
river where the fighting had been,
the trees around the square and the
long avenue of trees that led to the
square; these with there being girls
in the town, the King passing in his
motor car, sometimes now seeing his
face and little long necked body
and gray beard like a goat’s chin
tuft; all these with the sudden
interiors of houses that had lost a
wall thiough shelling, with plaster
and rubble in their gardens and
sometimes in the street, and the
whole thing going well on the Carso
made the fall very different from
Fólkið hafðist við í bænum áfram
og það voru sjúkrahús og kaffihús
og stórskotalið uppeftir öllum stræt-
um og tvö hóruhús, annað fyrir
óbreytta hermenn, hitt fyrir liðs-
foringja, og kaldar næturnar i sum-
arlok, bardagarnir á fjöllunum fyr-
ir ofan bæinn, sprengjusmogið stál-
ið í járnbrautarbrúnni, samfallin
neðanjarðargöngin hjá ánni þar sem
hafði verið barizt, trén í kringum
torgið og löngu trjágöngin sem lágu
að torginu; þetta ásamt því að það
voru stelpur í bænum og konung-
urinn fór hjá i bfl og stundum sá
maður í andlitið á honum og þenn-
an pervisna hálslanga líkama og
grátt hafurskeggið; allt þetta ásamt
skyndisýn inní hús með hrundum
vegg undan skothríð og kalk og
grjót í garðinum á bakvið og stund-
um í götunni, og allt í besta gengi í
Karsó, gerði þetta haust allt öðru-
vísi en haustið i fyrra þegar við