Skírnir - 01.01.1984, Blaðsíða 109
SKÍRNIR SÖGUR OG RITGERÐIR 105
lenzku kögursveina. En heimamenn undu illa geipyrðum þeirra,
og sló í lieitingar með þeim, og að lokum gripu hvorir tveggju
til vopna. Einn af Norðlingum gjörðist þá svo óður, að hann
lagði einn heimamanna gegnum með spjóti. Bóndi bað að þeir
væri handteknir og með því hann hafði meiri mannráð leist
Norðlingum ekki á blikuna, og höfðu sig á braut, eltu heima-
menn þá og náðu þeim hjá túngarðinum á bæ þeim er Sigurður
Helguson bjó á; sló þar í bardaga með þeim, og urðu ýmsir sár-
ir, fjell þar sá er vígið hafði unnið, og einn af Sunnlendingum;
og er þetta hafði gjörzt kom að Sigurður bóndi með húskarla
sína og skildi þá; voru nú grið sett og bundin sár manna. Var
þar einn maður úr flokki Norðlinga er mjög var sár; hann var
stór vexti og fríður sýnum, hann var á að giska miðaldra maður,
en þó grár fyrir hærum; bóndi Ijet binda sár hans og veita hon-
um hjúkrun. Gekk húsfreyja fyrir því að menn fengi hjúkrun
og græzlu, og annaðist hún einnig um þenna sára mann, og
varð henni einkar starsýnt á hann, spurði hún hann loks að heiti,
og er hún heyrði að nafn hans var Sigurður fjell liún í ómegin,
og er hún vitkaðist, fjell hún um háls Sigurðar og fjekk engu
orði upp komið nema þessu „Ó, þú Sigurður“. Þekkti hann þá
unnustu sína þó langt væri síðan hann hafði séð hana, urðu nú
fagnaðarfundir og sagði hvort öðru sögu sína. Sýndi Helga hon-
um Sigurð son þeirra; faðmaði hann hann og kyssti eins heitt
og Hróbjartur kyssir rnann sem hefir gefið honum gráan túskild-
ing. Er nú ekki að orðlengja það, að Sigurði batnaði dag frá
degi, og er hann var orðinn heill sára sinna, gekk hann að eiga
Helgu og unnust þau vel og lengi; og lengur og betur en Gott-
skálk hvalfangari og Ingibjörg Júdith.
Svo kann jeg ekki þessa sögu lengur.
DRAU GASAGA
Maður nokkur sagði mjer sögu þessa: „Þegar jeg var barn,
var jeg á fóstri hjá móðursystur minni, og manni hennar, sem
voru hjón í heldri röð. Þau áttu son einn, er Sigurður hjet, efni-
legasta mann, og þá fulltíða er saga þessi gjörðist. Á næsta bæ